Lífið

Miss Universe Iceland krýnd í kvöld

Tinni Sveinsson skrifar
Arna Ýr krýndi Katrínu Leu í fyrra.
Arna Ýr krýndi Katrínu Leu í fyrra. Miss Universe

Miss Universe Iceland 2019 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ í kvöld og er keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.

21 stúlka tekur þátt í keppninni en síðustu vikur hafa þær allar verið kynntar til leiks hér á Vísi.

Þetta er fjórða árið í röð sem Miss Universe er haldin. Árið 2016 var Hildur María Leifsdóttir krýnd, árið 2017 var það Arna Ýr Jónsdóttir og í fyrra var það Katrín Lea Elenudóttir.

Keppnin hefst klukkan 20.30 og má búast við að henni ljúki upp úr klukkan 23. Kynnir kvöldsins er Eva Ruza.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.