Tökur á fjórðu Matrix-myndinni hefjast á næsta ári Birgir Olgeirsson skrifar 20. ágúst 2019 20:35 Keanu Reeves og Carrie-Ann Moss snúa aftur sem Neo og Trinity. Warner Bros Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa. Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Aðdáendur Matrix-þríleiksins hafa yfir einhverju að gleðjast í dag því Keanu Reaves og Carrie-Anne Moss hafa samþykkt að leika í fjórðu myndinni. Lana Wachowski, önnur systranna sem leikstýrði þríleiknum, verður leikstjóri og einn af handritshöfundum fjórðu myndarinnar. Munu þau Reeves og Moss leika þau Neo og Trinity sem voru aðalsöguhetjur þríleiksins. Matrix-myndirnar segja frá baráttu mannfólksins við vélarnar sem hafa tekið yfir jörðina og rækta manneskjur til að verða sér úti um rafmagn. Vélarnar tengja manneskjurnar sem þær rækta við sýndarveruleika þar sem manneskjurnar lifa eðlilegu lífi. Barátta mannfólksins og vélanna er háð í raunheimi og sýndarveruleika þar sem lögmál eðlisfræðinnar eiga ekki við þá sem sjá í gegnum blekkinguna. Má búast við að tökur fjórðu myndarinnar hefjist snemma á næsta ári. Leikstjórar og handritshöfundar þríleiksins eru systurnar Lana og Lilly Wachowski en myndirnar nutu talsverðra vinsælda, sér í lagi fsú fyrsta. Fyrsta myndin kom út árið 1999 og þótti tímamótaverk þegar kom að tæknibrellum. Næstu tvær myndir voru sýndar á árinu 2003, hlutu ágætis aðsókn en dræmar viðtökur gagnrýnenda. Þénuðu myndirnar þrjár samtals 1,6 milljarð dollara í miðasölum kvikmyndahúsa.
Hollywood Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Leikjavísir Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira