Handalaus táningur tekur þátt í þríþrautarkeppni í Chicago Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2019 12:30 Tim Bannon. Skjámynd/Shriners Hospitals for Children — Chicago Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi. Íþróttir Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira
Hinn fjórtán ára gamli Tim Bannon ætlar ekki að láta neitt stoppa sig og er staðráðinn að prófa sem flestar íþróttir þrátt fyrir að glíma við mótlæti sem myndi stöðva flesta. Tim Bannon fæddist án beggja handa og vakti mikla athygli á dögunum þegar myndband með honum fór á flug á netinu. Tim Bannon komst þar yfir ótta sinn og tókst að stökkva upp á háan kassa eftir mikla dramatík. Það ævintýri allt saman virðist einungis hafa kveikt áhuga hjá honum að fara enn lengra út fyrir þægindarammann. Tim Bannon ætlar nefnilega að keppa í þríþrautarkeppninni í Chicago um komandi helgi.Tim Bannon was born without arms. He’ll compete in this weekend’s Chicago Triathlon. And then, he’s trying out to be Proviso West’s kicker.https://t.co/mGnxoan6Kj via @_phil_thompsonpic.twitter.com/hWzQAgLRD3 — Chicago Tribune Sports (@ChicagoSports) August 21, 2019Það er ekkert grín fyrir venjulegan mann að keppa í þríþraut hvað þá mann sem hefur engar hendur. Í þríþrautarkeppninni þarf hann bæði að synda og hjóla en endar svo á því að hlaupa. Tim Bannon tekur lítið þríþrautarskref að þessu sinni og keppir „bara“ í barnahlaupinu á þríþrautarhátíðinni í Chicago sem kallast Life Time Tri Kids. Hann þarf þar samt að synda 200 metra, hjóla 6,4 kílómetra og hlaupa 2 kílómetra. Tim telur að hjólið sé hann sterkasti hluti í keppninni. „Ég er ekki hrifinn af sundinu. Mér líkar við vatnið en er bara ekki hrifinn af því að hamast í vatninu,“ sagði Tim við Chicago Sports. Aðstandendur hans hafa þó engar áhyggjur af því að hann geti ekki klárað þessa 200 metra í vatninu. Móðir hans, Linda Bannon, sem er fæddist einnig handalaus vegna Holt-Oram sjúkdómsins, mun keppa í þríþrautarkeppni sunnudagsins. Tim hefur þegar skipulagt næsta ævintýri á eftir þríþrautinni því hann ætlar að reyna sig sem sparkari í amerískum fótbolta. Það er eitthvað sem menn verða að sjá til að trúa. Tim er ekki hræddur við líkamlegu átökin enda segir hann að sparkarar lendi sjaldnast í slíku. „Allir vinir mínir voru að hlæja að mér. Ætlar þú að gera þetta? Ég hef ekki áhyggjur af því að vera tæklaður. Mig langar bara að prófa það að verða sparkari,“ sagði Tim Bannon. Tim Bannon segist þó ekki vera mikill íþróttamaður sem slíkur eða að hann stefni á afreki í einhverri sérstakri íþróttagrein. Hann vill hins vegar fá tækifæri til að prófa sem flestar og sýna um leið heiminum að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.
Íþróttir Mest lesið EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Körfubolti Fleiri fréttir Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Sjá meira