Sport

Brasilíski kúrekinn berst á sama kvöldi og Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Alex Oliveira.
Gunnar og Alex Oliveira. vísir/getty
Það stefnir í skemmtilegt bardagakvöld hjá UFC í Kaupmannahöfn í lok september. Nú er ljóst að brasilíski kúrekinn Alex Oliveira, sem Gunnar vann í desember, mun mæta til Köben.Oliveira mun þá berjast við Danann Nicolas Dalby en þetta verður þriðji stærsti bardagi kvöldsins. Dalby og Oliveira kljást áður en Gunnar stígur í búrið og mætir Thiago Alves.Oliveira barðist síðast við Mike Perry í lok apríl og tapaði þá eftir dómaraákvörðun en bardagi þeirra var magnaður.Venju samkvæmt hefur mikið gengið á utan búrsins hjá Oliveira en þessi margra barna faðir réðst á eina af barnsmæðrum sínum í maí og stakk svo af með barnið þeirra á mótorhjóli.Nokkrum dögum eftir bardagann gegn Gunnari í desember þá var handsprengju kastað að honum í heimalandinu en hann lifði af þá árás. Spurning hvað muni ganga á hjá honum næst?MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.