Sport

Brasilíski kúrekinn berst á sama kvöldi og Gunnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Gunnar og Alex Oliveira.
Gunnar og Alex Oliveira. vísir/getty

Það stefnir í skemmtilegt bardagakvöld hjá UFC í Kaupmannahöfn í lok september. Nú er ljóst að brasilíski kúrekinn Alex Oliveira, sem Gunnar vann í desember, mun mæta til Köben.

Oliveira mun þá berjast við Danann Nicolas Dalby en þetta verður þriðji stærsti bardagi kvöldsins. Dalby og Oliveira kljást áður en Gunnar stígur í búrið og mætir Thiago Alves.

Oliveira barðist síðast við Mike Perry í lok apríl og tapaði þá eftir dómaraákvörðun en bardagi þeirra var magnaður.

Venju samkvæmt hefur mikið gengið á utan búrsins hjá Oliveira en þessi margra barna faðir réðst á eina af barnsmæðrum sínum í maí og stakk svo af með barnið þeirra á mótorhjóli.

Nokkrum dögum eftir bardagann gegn Gunnari í desember þá var handsprengju kastað að honum í heimalandinu en hann lifði af þá árás. Spurning hvað muni ganga á hjá honum næst?MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.