Sport

Conor: Verð að axla ábyrgð á gjörðum mínum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor í spjallinu við Helwani.
Conor í spjallinu við Helwani.

Írski bardagakappinn Conor McGregor mætti óvænt í viðtal hjá Ariel Helwani á ESPN í gær þar sem hann ræddi meðal annars um atvikið þar sem hann kýldi eldri mann á bar.

„Þetta var rangt hjá mér. Þessi maður átti skilið að njóta sín á barnum. Ég baðst afsökunar strax á staðnum en það skiptir ekki máli því hegðun mín var ekki í lagi. Ég verð að axla ábyrgð a gjörðum mínum,“ sagði Conor við Helwani í gær.

„Ég verð að axla ábyrgð fyrir fjölskyldu mína. Líka fyrir þá sem kenndu mér að berjast. Þetta er ekki ég. Þetta er ekki ástæðan fyrir því að ég lærði að berjast. Ástæðan er til þess að geta varið mig fyrir svona hegðun.“

Conor virkaði einlægur og miður sín í viðtalinu og ætlar að sætta sig við þá refsingu sem hann fær fyrir hegðun sína.

„Ég tek því sem kemur. Sá dómur sem ég fæ er sá sem ég á skilið. Þetta var algjörlega óásættanleg hegðun hjá manni í minni stöðu.“Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.