Sport

Arnar Íslandsmeistari í maraþoni fjórða árið í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar fagnar af innlifun.
Arnar fagnar af innlifun. mynd/eva björk ægisdóttir

Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2019.

Þetta er einnig Íslandsmeistaramót í maraþoni. Þetta er fjórða árið í röð sem Arnar verður Íslandsmeistari.

Hann kom í mark á 2:23:08 sem er besti tími sem Íslendingur hefur náð í Reykjavíkurmaraþoni.

Bandaríkjamaðurinn Brian Petrocelli var annar á 2:38:20. Landi hans, Drake Vidrine, var í 3. sæti á 2:44:45.

Fjórði í maraþoninu og annar Íslendingur í mark var Sigurjón Ernir Sturluson á 2:45:40 en í 3. sæti í Íslandsmeistaramótinu var Kristján Svanur Eymundsson á 2:49:50.
 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.