Sport

Barbora vann maraþonið | Hólmfríður Íslandsmeistari

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Barbora kemur í mark.
Barbora kemur í mark. mynd/Eva Björk Ægisdóttir

Barbora Nováková frá Tékklandi vann sigur í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Hún kom í mark á tímanum 3:00:40.

Í 2. sæti og fyrst Íslendinga var Jólmfríður J. Aðalsteinsdóttir. Hún er því Íslandsmeistari en Reykjavíkurmaraþonið er einnig Íslandsmeistaramót í maraþoni. Hólmfríður hljóp á tímanum 3:08:48.

Lidya Orozco Medina frá Spáni var í 3. sæti á 3:08:48.

Í 2. sæti á Íslandsmeistaramótinu í maraþoni kvenna var Melkorka Árný Kvaran á tímanum 3:23:32 og í því þriðja var Andrea Hauksdóttir á 3:26:24.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.