Sport

Till færir sig upp um þyngdarflokk

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Till á leiðinni í búrið.
Till á leiðinni í búrið. vísir/getty

Dálæti Liverpool-borgar Darren Till hefur loksins ákveðið að færa sig upp um þyngdarflokk og er búinn að samþykkja svakalegan bardaga í millivigtinni.

Till ætlar nefnilega að berjast gegn Kelvin Gastelum í New York í nóvember. Bardagi sem mjög margir eru ánægðir með að sjá.

Till hefur verið í þyngdarflokki Gunnars Nelson, veltivigtinni, en þurft að skera mikið niður þar og mörgum hefur hreinlega fundist fáranlegt að hann hafi verið að berjast í þeim þyngdarflokki.

Nú er hann kominn í sinn rétt flokk, í bili að minnsta kosti, og verður gaman að fylgjast með Englendingnum þar.

Hann var rotaður í annarri lotu af Jorge Masvidal í London í mars og hefur nú tapað tveimur bardögum í röð. Hann hefur því ýmislegt að sanna á UFC 244 í New York.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.