Lífið samstarf

Unaðsvörur sem sameina byltingarkennda tækni og gæði

Hermosa.is kynnir
Vörurnar frá Zalo hlutu meðal annars verðlaun sem besta unaðsvaran fyrir konur 2019.
Vörurnar frá Zalo hlutu meðal annars verðlaun sem besta unaðsvaran fyrir konur 2019. Nordic photos Getty
Zalo unaðsvörurnar hafa tekið markaðinn með trompi. Zalo Queen settið hlaut verðlaun sem besta lúxus-unaðsvaran 2018, bestu umbúðirnar 2018 og sem besta unaðsvaran fyrir konur 2019. Að auki skartar tækið Swarovski kristölum, svona til að undirstrika lúxusinn. Umboðsaðili Zalo á Íslandi er Hermosa.is.

Kristín Björg Hrólfsdóttir hjá Hermosa.
„Það var fyrir algjöra tilviljun að við fórum út í þennan rekstur. Okkur einfaldlega blöskraði álagningin hjá mörgum á þessum markaði,“ segir Kristín Björg Hrólfsdóttir hjá Hermosa. Viðtökurnar hafi ekki látið á sér standa.„Viðtökurnar hafi farið fram úr okkar björtustu væntingum og á okkar fyrsta ári höfum við sparað viðskiptavinum okkar um og yfir 1. milljón króna. Við sendum allar vörur frítt. Umsagnirnar eru nánast allar upp á fimm stjörnur, sem okkur fannst svolítið ótrúverðugt svo við fögnuðum því einni umsögn sem var bara upp á fjórar stjörnur, en þá var það tækið, ekki þjónustan,“ segir Kristín Björg og hlær við.„Viðskiptavinirnir sýna ánægju sína með endurteknum kaupum og í dag eru þau um 20% af heildarsölunni þrátt fyrir að við erum mjög ungt fyrirtæki.“Hvað gerir unaðsvörurnar frá Zalo svona vinsælar?„Við byrjum með tvær vörur frá Zalo, Queen og Hero en þær eiga það sameiginlegt að vera fallegar, bjóða margskonar notkunarmöguleika og nýja tækni við sjálfsfróun,“ útskýrir Kristín.

Zalo Queen PulseWave settið er nú á 30% afslætti hjá Hermosa.is.
Zalo Queen PulseWave™ settið setur lúxuskynlífstækjum nýjan standard. Queen er ekki aðeins hinn hefðbundni lúxustitrari. Hægt er að breyta titraranum í sogtæki og nota byltingarkenndu rafsegul PulseWave™ "tæknina; tromla sem slær létt á g-blettinn. Tækið er með forhitara sem veitir aukinn unað og hægt er að tengja tækið við símann og láta hann titra eftir tónlist, hafa forstilltan titring eða stýra honum með skjá símans. Fjölbreytileiki og gæði tækisins hafa skilað því verðlaunum og vinsældum.“

Zalo Hero eggið er nú á 25% afslætti há Hermosa.is.
Zalo Hero eggið státar líka af PulseWave™ tækninni sem gerir „tungunni“ á tækinu kleift að hreyfast allt að 75 sinnum á sekúndu og hreyfigetan er allt að þremur sentimetrum. Líkt og Queen settið er Hero með fjölbreytta eiginleika því það inniheldur einnig hefðbundinn titrara og virkar þannig sem egg og hægt er að setja hluta þess inn í leggöngin. Um er að ræða fjórar titringsstillingar og fjórar PulseWave™ stillingar svo hægt er að velja á milli 16 mismunandi samsetninga af þessu tvennu.“Með í pakkningunum fylgja tvö bréf af sleipiefni, ítarlegar leiðbeiningar og ábyrgðarskírteini sem veitir 50% afslátt næstu 10 árin ef varan reynist gölluð. Þess má geta að Zalo Queen settið fæst nú með 30% afslætti. Zalo Hero er nú með 25% afslætti.Zalo vörurnar fást í netversluninni hermosa.is og hjá Heimkaupum. Hér má finna allar Zalo vörurnar sem Hermosa er með.Fylgist einnig með á facebook og instagram.Þessi kynning er unnin í samstarfi við Hermosa.is.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.