Þingmenn þvert á flokka búa sig undir átök við Boris Johnson Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 23:45 Ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlans, um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda Brexit hefur sætt mikilli gagnrýni. vísir/getty Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Hópur breskra þingmanna, þvert á flokka, býr sig nú undir það sem lýst er sem sögulegum átökum við forsætisráðherrann Boris Johnson eftir ákvörðun hans í dag um að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu í október. Bæði þingmenn Íhaldsflokksins sem og þingmenn úr stjórnarandstöðu ræddu sín á milli í kvöld hvernig koma má í veg fyrir að Bretar gangi úr ESB án samnings. Lítill tími er til stefnu í næstu viku til þess að koma lagasetningu þess í gegnum þingið vegna þingfrestunarinnar, en að því er fram kemur á vef Guardian hafa þingmennirnir hins vegar sammælst um að reyna að gera allt sem þeir geta til þess að flýta fyrir slíkri lagasetningu þegar þing kemur saman á ný í byrjun september og áður en því verður svo frestað rúmri viku síðar. Frumvarpið fæli það í sér að Bretland myndi ekki ganga úr ESB þann 31. október eins og nú er stefnt að ef ríkisstjórn Johnson nær ekki samningi við sambandið um útgönguna.Einræðistilburðir og árás á lýðræðið Ákvörðun Johnson um að fresta þingi hefur verið harðlega gagnrýnd í dag. Er talið að með þingfrestun sé forsætisráðherrann að reyna að koma í veg fyrir að neðri deild þingsins geti samþykkt lög sem ætlað væri að stöðva Brexit án samnings. Hefur Johnson verið sakaður um að einræðistilburði, ákvörðunin sögð árás á lýðræðið, svívirða við stjórnarskrána og líkt við valdarán. Hundruð komu saman í miðborg London til mótmæla í kvöld og þá hafa á nokkrum klukkutímum safnast yfir milljón undirskriftir á undirskriftalista þar sem þingfrestuninni er mótmælt. Johnson hefur neitað því að með frestun á þingstörfum sé hann að gera tilraun til þess að koma í veg fyrir lagasetningu sem myndi taka fyrir samningslaust Brexit. Vikurnar fimm muni nýtast ríkisstjórn hans til þess að undirbúa mikilvæg innanríkismál á borð við fjármögnun heilbrigðiskerfisins og hvernig berjast eigi gegn glæpum. Johnson hefur sagt að markmið hans í ríkisstjórn sé að Brexit verði að veruleika þann 31. október. Því markmiði ætli hann að ná ella deyja. Verði ekki búið að ná samningum við ESB um útgönguna er forsætisráðherrann tilbúinn til að þess að ganga úr sambandinu án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir „Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30 Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40 Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
„Algjör upplausn í breskum stjórnmálum“ Elísabet Englandsdrottning hefur fallist á beiðni Boris Johnson, forsætisráðherra, um frestun þingfunda. 28. ágúst 2019 21:30
Fer fram á að þingfundum verði frestað: „Svartur blettur í sögu bresks lýðræðis“ Nýskipuð ríkisstjórn Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands mun fara fram á að Elísabet II. Englandsdrottning fresti þingfundum einungis örfáum dögum eftir þingið kemur saman að nýju eftir sumarfrí. 28. ágúst 2019 09:40