Sport

UFC sendi blaðamönnum númerið hjá kynlífslínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Poirier ætlar að vera fyrsti maðurinn til þess að vinna Khabib.
Poirier ætlar að vera fyrsti maðurinn til þess að vinna Khabib. vísir/getty

Blaðamenn sem ætluðu að taka viðtal við Dustin Poirier, sem er að fara að berjast við Khabib Nurmagomedov, urðu heldur betur hissa er erótísk rödd tók á móti þeim.

UFC bauð upp á símafund með Poirier og sendi blaðamönnum í hvaða númer ætti að hringja til að taka þátt í fundinum.

Fjöldi blaðamanna hringdi inn en fékk aðeins símtal við konu sem vildi endilega segja þeim erótískar sögur. UFC hafði á einhvern ótrúlegan hátt gefið upp rangt símanúmer og það beint í kynlífslínu.

Atvikið þykir afar neyðarlegt þó svo blaðamennirnir hafi hlegið af því. Þeir fengu fljótlega rétt símanúmer og náðu viðtali við Poirier.

Poirier og Khabib berjast laugardagskvöldið 7. september í beinni á Stöð 2 Sport.

MMA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.