Bardagakonan Paige VanZant: Fæ meiri pening á Instagram en fyrir að berjast í búrinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 13:30 Paige VanZant Getty/Mike Roach Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White. MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Sjá meira
Paige VanZant skapaði sér nafn sem bardagakona í UFC en hefur síðan baðað sig í sviðsljósinu eins og á samfélagsmiðlum og í sjónvarpsþættinum Dancing with the Stars. VanZant er samt ekki tilbúin að hætta að berjast þrátt fyrir alla velgengni sína utan búrsins og vill nú berjast fyrir því að konurnar í UFC fái betur borgað. Bardagakonan Paige VanZant var alveg tilbúin að viðurkenna eitt þegar hún mætti MMA þáttinn hjá Ariel Helwani. „Með öllu því sem fylgir þá græði ég mun meiri pening sitjandi heima og setja myndir inn á Instagram síðuna mína en ég fæ með því að berjast,“ sagði Paige VanZant. „Það væri mikið fjárhagslegt tjón fyrir mig ef ég þyrfti að hætta öllu fyrir utan það að berjast. Ég myndi finna mikið fyrir því,“ sagði VanZant. Paige VanZant handleggsbrotnaði í febrúar og mun því ekki keppa meira á þessu ári. Hún er í þrettánda sæti á UFC-listanum. Hún fann þó ekki mikið fyrir meiðslunum fjárhagslega enda nóg að gera hjá henni í að vinna í sjónvarpi og fá styrki í tengslum við Instagram síðuna. Paige VanZant er með meira en tvær milljónir fylgjenda á Instagram.“I make way more money sitting at home, posting pictures on Instagram, than I do fighting.”@paigevanzant says her endorsement earnings greatly outpace her fight earnings (via @arielhelwani) pic.twitter.com/dpdANFcbxU — ESPN MMA (@espnmma) August 26, 2019 „Ef ég held áfram að handleggsbrotna og ef ég held áfram að blæða þá mun ég samt halda áfram að fórna mér fyrir þessa íþrótt,“ sagði Paige VanZant sem er núna að berjast fyrir því að UFC konur fái meira borgað. „Við ættum öll að fá meiri pening og þá einkum konur og þá sérstaklega bestu konurnar,“ sagði Paige VanZant en þá væntanlega ekki að tala um Ronda Rousey sem hefur verið í sérflokki hvað varðar tekjur tengdum UFC bardögum. Hinar konurnar í fremstu röð, eins og Paige VanZant sem dæmi, fá miklu minna borgað en karlar í sömu stöðu innan UFC. Á UFC 241 bardaganum á dögunum fékk Stipe Miocic mest af körlunum eða 750 þúsund Bandaríkjadali. Konan sem fékk mest, Hannah Cifers, fékk aðeins 28 þúsund dollara eða 90 milljónum íslenskra króna minna en launahæsti karlinn. Dana White, forseti UFC, kippti sér ekki mikið upp við orð Paige VanZant. „Gott fyrir hana. Ef bardagakappi getur búið til meiri pening annars staðar þá er það frábært,“ sagði Dana White.
MMA Samfélagsmiðlar Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Fleiri fréttir Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Dagskráin: Körfuboltakvöld Extra fer yfir fyrstu leiki ársins Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur „Ekkert betra að gera en að slá menn í andlitið og fá borgað fyrir það“ „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Sjá meira