Þrettán ára Evrópumeistari setti nýtt met Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 15:30 Oleksii Sereda býr sig undir það að stökkva á HM. Getty/Maddie Meyer Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley. Oleksii Sereda er nefnilega aðeins 13 ára gamall og sjö mánaða en hann vann Evrópumeistaratitilinn af tíu metra pallinum á Evrópumótinu sem fór fram á heimavelli hans eða Kiev. „Litli stóri Sereda,“ var meðal fyrirsögnin hjá Rai á Ítalíu. Hann bætti gamla met Tom Daley um þrjá mánuði. Tom Daley var þrettán ára og tíu mánaða þegar hann varð Evrópumeistari 2008.Ukraine's 13-year-old diving sensation Oleksii Sereda has become the sport's youngest-ever European champion after winning 10m platform gold in Kiev. More https://t.co/tnbA25laHepic.twitter.com/mHnoxhhtPw — BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2019 „Ég var svolítið stressaður en ég er ánægður með að hafa unnið,“ sagði Oleksii Sereda við breska ríkisútvarpið eftir keppnina. Í öðru sæti var Frakkinn Benjamin Auffret. Hann er 24 ára eða ellefu árum eldri en Evrópumeistarinn. Þetta var líka annað Evrópumótið í röð sem Benjamin Auffret verður að sætta sig við silfrið. Oleksii Sereda fékk 488,85 stig fyrir sýna dýfingar eða fjórtán stigum meira en næsti maður. Þetta er búið að vera magnaður mánuður hjá stráknum en hann rétt missti af verðlaunapalli á heimsmeistaramótinu fyrir þremur vikum þegar hann varð að sætta sig við fjórða sætið.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingamenn verða að vera orðnir fjórtán ára gamlir til að geta keppt á Ólympíuleikunum og Oleksii Sereda verður því löglegur á ÓL í Tókýó á næsta ári. Hann verður fjórtán ára í desember næstkomandi.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úkraína Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Úkraínumaðurinn Oleksii Sereda varð í gær Evrópumeistari í dýfingum en um leið sló hann ellefu ára gamalt met Bretans Tom Daley. Oleksii Sereda er nefnilega aðeins 13 ára gamall og sjö mánaða en hann vann Evrópumeistaratitilinn af tíu metra pallinum á Evrópumótinu sem fór fram á heimavelli hans eða Kiev. „Litli stóri Sereda,“ var meðal fyrirsögnin hjá Rai á Ítalíu. Hann bætti gamla met Tom Daley um þrjá mánuði. Tom Daley var þrettán ára og tíu mánaða þegar hann varð Evrópumeistari 2008.Ukraine's 13-year-old diving sensation Oleksii Sereda has become the sport's youngest-ever European champion after winning 10m platform gold in Kiev. More https://t.co/tnbA25laHepic.twitter.com/mHnoxhhtPw — BBC Sport (@BBCSport) August 12, 2019 „Ég var svolítið stressaður en ég er ánægður með að hafa unnið,“ sagði Oleksii Sereda við breska ríkisútvarpið eftir keppnina. Í öðru sæti var Frakkinn Benjamin Auffret. Hann er 24 ára eða ellefu árum eldri en Evrópumeistarinn. Þetta var líka annað Evrópumótið í röð sem Benjamin Auffret verður að sætta sig við silfrið. Oleksii Sereda fékk 488,85 stig fyrir sýna dýfingar eða fjórtán stigum meira en næsti maður. Þetta er búið að vera magnaður mánuður hjá stráknum en hann rétt missti af verðlaunapalli á heimsmeistaramótinu fyrir þremur vikum þegar hann varð að sætta sig við fjórða sætið.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019 Dýfingamenn verða að vera orðnir fjórtán ára gamlir til að geta keppt á Ólympíuleikunum og Oleksii Sereda verður því löglegur á ÓL í Tókýó á næsta ári. Hann verður fjórtán ára í desember næstkomandi.RT swimswamnews: 13-Year Old 10M Champion Oleksii Sereda is Youngest Euro Diving Gold Medalist https://t.co/W8odbREIEg — Olympic Swim 2020 (@olympicswim1) August 12, 2019
Dýfingar Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Úkraína Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira