Íslenski boltinn

Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Elfar Freyr með rauða spjaldið.
Elfar Freyr með rauða spjaldið. mynd/stöð 2 sport

Elfar Freyr Helgason lét skapið hlaupa með sig í gönur þegar Breiðablik tapaði fyrir Víkingi R., 3-1, í undanúrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.

Á 82. mínútu tæklaði Elfar Víkinginn Ágúst Eðvald Hlynsson aftan frá. Þorvaldur Árnason rak Elfar af velli fyrir brotið.

Elfar var þó ekki hættur og tók rauða spjaldið af Þorvaldi og kastaði því í grasið áður en hann gekk af velli.

Atvikið má sjá hér fyrir neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.