Sport

Fræg kappaksturshetja slapp lifandi úr flugslysi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dale Earnhardt Jr.
Dale Earnhardt Jr. Getty/Robert Laberge

Fræg bandarísk kappaksturshetja slapp með skrekkinn þegar hann og fjölskylda hans lentu í flugslysi á Elizabethton Municipal flugvellinum í Tennessee fylki í Bandaríkjunum.

Dale Earnhardt Jr. er hættur að keppa en auk þess að vera öflugur sjálfur fyrir aftan stýrið þá var faðir hans einn af bestu ökumönnunum í sögu Nascar.

Dale Earnhardt Jr. var í vélinni, sem var af Cessna Citation gerð, ásamt eiginkona sinni og eins árs gamalli dóttur þeirra hjóna en auk þess voru tveir flugmenn með þeim. Allir komust á lífi úr vélinni.

Slysið gerðist klukkan 15.40 að staðartíma. Flugvélin var að lenda á þessum flugvelli í Tennessee fylki en fór útaf flugbrautinni og yfir akbraut. Þar kviknaði svo í henni.Allir sem voru í flugvélinni voru fluttir á sjúkrahús til öryggis. Kelley Earnhardt Miller, systir Dale Earnhardt Jr., staðfesti síðan á Twitter að Dale, Amy og dóttirin Isla höfðu sloppið heil og höldnu úr slysinu.

Dale Earnhardt Jr. var sá eini sem slasaðist eitthvað en hann fékk nokkra skurði og skrámur.Dale Earnhardt Jr. vann Daytona 500 kappaksturinn tvisvar sinnum á sínum ferli en hætti formlega að keppa árið 2017. Hann hefur síðan unnið við útsendingar frá Nascar kappakstrinum í sjónvarpi.

Flugvöllurinn, þar sem slysið varð, er 24 kílómetrum suður af Bristol kappakstursbrautinni þar sem NASCAR kappakstur fer fram um helgina. Earnhardt var því mættur þarna til að lýsa honum fyrir NBC Sports.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.