Sport

Crossfit-stelpurnar okkar klárar í dag þrjú á heimsleikunum: „Allt eða ekkert“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. vísir/getty
Þriðji dagurinn á heimsleikunum í Crossfit fer fram í dag en leikarnir fara fram í í Madison, höfuðborg Wisconsin-fylkis í Bandaríkjunum.

Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna en hann er í áttunda sæti í karlaflokki. Einungis tuttugu keppendur eru eftir í karla- og kvennaflokki en skorið er niður eftir hvern dag.

Þuríður Erla Helgadóttir er efst íslensku stelpnanna en hún er í tíunda sætinu. Annie Mist Þórisdóttir er ekki langt undan en Annie situr í tólfta sætinu.

Katrín Tanja Davíðsdóttir er í fjórtánda sætinu og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í því 20. sæti. Rétt slapp hún því í gegnum niðurskurðinn.

Stelpurnar hafa allar skilið eftir skilaboð fyrir aðdáendur sína á Instagram-síðum sínum sem má sjá hér að neðan.

Keppni hefst um klukkan 15 að íslenskum tíma í dag og verður textalýsing sem og bein útsending hér á Vísi og á Stöð 2 Sport 3.



 
 
 
View this post on Instagram
It’s all or nothing tomorrow. #crossfit #allornothing #crossfitgames #smallbutmighty

A post shared by Thuri Helgadottir (@thurihelgadottir) on Aug 2, 2019 at 6:59pm PDT





 
 
 
View this post on Instagram
Time to turn on the BEASTMODE!

A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Aug 2, 2019 at 6:07pm PDT





 
 
 
View this post on Instagram
I will leave NOTHING in the tank tomorrow  Let’s GO! #dottir  @bownmedia

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Aug 2, 2019 at 7:10pm PDT





 
 
 
View this post on Instagram
On to the next.  Let’s go day 3! Time to fight. // Good night. xxx - Photo: @antlucic

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 2, 2019 at 7:56pm PDT


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×