Nýr kóngur frá Kólumbíu Benedikt Bóas skrifar 30. júlí 2019 23:15 Egan Bernal og félagi hans frá Team Ineos, Geraint, Thomas sem vann keppnina í fyrra leiðast hér yfir endamarkið. NordicPhotos/Getty Egan Bernal, 22 ára Kólumbíumaður, kom sá og sigraði í Tour de France sem lauk á sunnudag. Þetta er fyrsti sigur Kólumbíumanna í þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims. Kólumbíumenn hafa lengi átt góða hjólreiðamenn en sá fyrsti, Cochise Rodriguez, tók þátt árið 1975. Síðan hefur landið margoft fagnað alls konar sigrum á dagleiðum en aldrei hefur Kólumbíumaður endað í gulu treyjunni. Þrír á topp tíu í ár voru frá Kólumbíu. Bernal kom í mark á undan sigurvegara síðasta árs og liðsfélaga sínum Geraint Thomas, sem varð annar. „Egan er framtíðin. Þegar ég verð 45 ára og sit á pöbbnum að horfa á hann vinna sinn tíunda Tour de France titil get ég sagt að ég kenndi honum allt sem hann kann. Það er allt í lagi að enda fyrir aftan hann,“ sagði Thomas léttur eftir keppnina.Bernal beygði af nokkrum sinnum þegar hann hélt sigurræðu sína.Bernal var einni mínútu og 11 sekúndum á undan Thomas og Hollendingurinn Steven Kruijswijk var 20 sekúndum seinni. Þetta er í sjöunda skipti sem hjólreiðakappi úr þessu liði vinnur Tour de France en það hét áður Team Sky áður en Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe keypti það og breytti því í Team Ineos. Bernal er sérfræðingur í klifri og því kom hjólreiðasérfræðingum sigur hans ekkert sérstaklega mikið á óvart. Hann var jú í góðri stöðu áður en kapparnir lögðu af stað upp Alpana sem er hans sérgrein. Hann gekk í raðir Team Sky árið 2018 eftir að hafa heillað marga með sigrum sínum í Tour Colombia og Tour of California. Hann átti að leiða lið Ineos í ítölsku keppninni, Giro d’Italia, en meiddist í Andorra. Fyrrverandi sigurvegari Tour de France, Chris Froome, meiddist svo í júní og þá var komið að Egan að láta ljós sitt skína.Þrír sigurvegarar í sama liði Bernal er þriðji yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi. Henri Cornet var aðeins 19 ára þegar hann vann keppnina árið 1904 og Francois Faber var nokkrum dögum yngri en Bernal þegar hann hampaði titlinum árið 1909. Flestir eru sammála um að ef ætti að búa til góðan hjólreiðamann myndi hann hjóla eins og Bernal. Hann beið þolinmóður fyrir aftan fremstu menn í hartnær þrjár vikur og í þunnu lofti Alpanna kom hann, sá og sigraði, sem þykir þroskað miðað við að kappinn er jú aðeins 22 ára. „Í dag er ég hamingjusamasti maður í veröldinni. Ég trúi þessu varla. Takk Gee fyrir þetta,“ sagði Bernal meðal annars í sigurræðu sinni. Tilfinningarnar báru hann ofurliði nokkrum sinnum og gerði hann hlé á ræðu sinni meðan hann þurrkaði tárin.Kólumbíumenn flykktust út á götur Frakklands til að hvetja sinn mann áfram. Í fjölmiðlum þar var þetta kallað guli draumurinn.Team Ineos er Real Madrid hjólreiðanna og margir sérfræðingar úti í hinum stóra heimi spáðu og spekúleruðu hvernig í ósköpunum liðið ætlaði að hafa þrjá sigurvegara Tour de France á sinni skrá. Froome er vissulega 35 ára en vill, miðað við tístin hans í vikunni, vinna sína fimmtu gulu treyju. Thomas hefur ekki sagt sitt síðasta og Bernal er rétt að byrja. Keppnin í ár hefur nánast boðið upp á allt. Meira að segja aurskriðu. Eftir mikla tiltekt innan hjólreiðanna þá var eitthvað í loftinu. Samkvæmt Financial Times hefur aldrei verið horft jafn mikið á Tour de France. Áhorfendur flykktust út á göturnar og keppnin minnti stundum á fótboltaleik – slík voru lætin. Og dramað og hversu mjótt var á mununum hefur glatt marga. Þá birtust lyfjaeftirlitsmenn á stundum þegar enginn átti von á þeim og ekki hafa enn borist fréttir af því að hjólreiðamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Slíkt er jákvætt fyrir íþróttina sem heftur haft lyfjaskugga yfir sér í alltof mörg ár. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Hjólreiðar Kólumbía Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Sjá meira
Egan Bernal, 22 ára Kólumbíumaður, kom sá og sigraði í Tour de France sem lauk á sunnudag. Þetta er fyrsti sigur Kólumbíumanna í þessari erfiðustu hjólreiðakeppni heims. Kólumbíumenn hafa lengi átt góða hjólreiðamenn en sá fyrsti, Cochise Rodriguez, tók þátt árið 1975. Síðan hefur landið margoft fagnað alls konar sigrum á dagleiðum en aldrei hefur Kólumbíumaður endað í gulu treyjunni. Þrír á topp tíu í ár voru frá Kólumbíu. Bernal kom í mark á undan sigurvegara síðasta árs og liðsfélaga sínum Geraint Thomas, sem varð annar. „Egan er framtíðin. Þegar ég verð 45 ára og sit á pöbbnum að horfa á hann vinna sinn tíunda Tour de France titil get ég sagt að ég kenndi honum allt sem hann kann. Það er allt í lagi að enda fyrir aftan hann,“ sagði Thomas léttur eftir keppnina.Bernal beygði af nokkrum sinnum þegar hann hélt sigurræðu sína.Bernal var einni mínútu og 11 sekúndum á undan Thomas og Hollendingurinn Steven Kruijswijk var 20 sekúndum seinni. Þetta er í sjöunda skipti sem hjólreiðakappi úr þessu liði vinnur Tour de France en það hét áður Team Sky áður en Íslandsvinurinn Jim Ratcliffe keypti það og breytti því í Team Ineos. Bernal er sérfræðingur í klifri og því kom hjólreiðasérfræðingum sigur hans ekkert sérstaklega mikið á óvart. Hann var jú í góðri stöðu áður en kapparnir lögðu af stað upp Alpana sem er hans sérgrein. Hann gekk í raðir Team Sky árið 2018 eftir að hafa heillað marga með sigrum sínum í Tour Colombia og Tour of California. Hann átti að leiða lið Ineos í ítölsku keppninni, Giro d’Italia, en meiddist í Andorra. Fyrrverandi sigurvegari Tour de France, Chris Froome, meiddist svo í júní og þá var komið að Egan að láta ljós sitt skína.Þrír sigurvegarar í sama liði Bernal er þriðji yngsti sigurvegari keppninnar frá upphafi. Henri Cornet var aðeins 19 ára þegar hann vann keppnina árið 1904 og Francois Faber var nokkrum dögum yngri en Bernal þegar hann hampaði titlinum árið 1909. Flestir eru sammála um að ef ætti að búa til góðan hjólreiðamann myndi hann hjóla eins og Bernal. Hann beið þolinmóður fyrir aftan fremstu menn í hartnær þrjár vikur og í þunnu lofti Alpanna kom hann, sá og sigraði, sem þykir þroskað miðað við að kappinn er jú aðeins 22 ára. „Í dag er ég hamingjusamasti maður í veröldinni. Ég trúi þessu varla. Takk Gee fyrir þetta,“ sagði Bernal meðal annars í sigurræðu sinni. Tilfinningarnar báru hann ofurliði nokkrum sinnum og gerði hann hlé á ræðu sinni meðan hann þurrkaði tárin.Kólumbíumenn flykktust út á götur Frakklands til að hvetja sinn mann áfram. Í fjölmiðlum þar var þetta kallað guli draumurinn.Team Ineos er Real Madrid hjólreiðanna og margir sérfræðingar úti í hinum stóra heimi spáðu og spekúleruðu hvernig í ósköpunum liðið ætlaði að hafa þrjá sigurvegara Tour de France á sinni skrá. Froome er vissulega 35 ára en vill, miðað við tístin hans í vikunni, vinna sína fimmtu gulu treyju. Thomas hefur ekki sagt sitt síðasta og Bernal er rétt að byrja. Keppnin í ár hefur nánast boðið upp á allt. Meira að segja aurskriðu. Eftir mikla tiltekt innan hjólreiðanna þá var eitthvað í loftinu. Samkvæmt Financial Times hefur aldrei verið horft jafn mikið á Tour de France. Áhorfendur flykktust út á göturnar og keppnin minnti stundum á fótboltaleik – slík voru lætin. Og dramað og hversu mjótt var á mununum hefur glatt marga. Þá birtust lyfjaeftirlitsmenn á stundum þegar enginn átti von á þeim og ekki hafa enn borist fréttir af því að hjólreiðamenn hafa fallið á lyfjaprófi. Slíkt er jákvætt fyrir íþróttina sem heftur haft lyfjaskugga yfir sér í alltof mörg ár.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Hjólreiðar Kólumbía Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar og Hákon sitja fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Sjá meira