Afar sjaldgæfur gestur á Vatnsnesi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. júlí 2019 15:30 Þessi fugl var hinn rólegasti að narta í fræ og biðukollur við Ásbjarnastaði í vikunni. Mynd/Einar Ó. Þorsteinsson. Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess. Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Hinn sjaldgæfi erlendi gestur Víxlnefur sást í grennd við Ásbjarnastaði á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra í byrjun vikunnar. Þetta er í fjórða sinn sem fuglategundin sést á Íslandi en fyrir skömmu sáust nokkrir fuglar af þessari tegund við Höfn og í Skaftártungum. Náttúrufræðingurinn Einar Ó. Þorleifsson hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra var kallaður til að greina fuglinn. Í samtali við Vísi segir hann að um karlfugl hafi verið að ræða en þeir eru fagurrauðir með hvítar rákir á dökum væng og minna að sögn Einars dálítið á lítinn páfafauk, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum sem Einar náði af fuglinum.Víxlnefur er spörfugl af finkuætt og heldur sig helst til í barrskógum í Síberíu og norðurhluta-Ameríku en eiga það til að fara á flakk. Víxlnefur sást fyrst hér á landi í Stöðvarfirði árið 2009 ogsvo aftur á Suðurnesjum árið 2017.Að sögn Einars komu nokkrir fuglar af tegundinni við á Höfn og í Skaftártungu fyrr í sumar og svo þessi sem lét sjá sig á Vatnsnesi.„Þetta er auðgreindur fugl og þar var hann bara að bjarga sér á fræjum og biðukollum en þeir geta nú gripið í ýmislegt annað ef þeir komast ekki í köngla, annars lifa þeir á fræjum af greni, lerki og furu og svoleiðis,“ segir Einar sem segir fuglaáhugamenn vera spennta þegar fuglar sem ekki venja komu sína hingað til lands sækja landið heim. Væntanlega hingað kominn í leit að fæðu „Það er mjög spennandi og margir áhugamenn um fugla sem vilja sjá þessa sem að koma og svona. Menn lesa ýmislegt út úr þessu hvort það séu einhverjar breytingar á náttúrunni og lífríkinu en þetta tengist sumpart því sem er að gerast hér,“ segir Einar og vísar þar í aukna ræktun á barrskógum hér á landi.Fuglinn er litskrúðugur og minnir á páfagauk.Mynd/Einar Ó. Þorleifsson.Telur hann líklegt að rekja megi komu fuglanna hingað til lands til fæðuskorts í heimkynnum þeirra.„Ef að það er fæðuskortur fara þeir að leita fyrir sér annars staðar og þá geta þeir jafn vel numið ný lönd,“ segir Einar.„Maður getur aldrei útilokað að svona fuglar setjist að ef þeir finna réttu skilyrðin, menn eru farnir að rækta svo mikið af barrskógum hér á Íslandi að svona barrskógafuglar geta farið að setjast hérna að,“ segir Einar og bendir á að fugl af svipaðri tegund og Víxlnefur hafi sest hér að.„Við höfum séð að það hefur sest að hérna annar fugl sem er skildur þessum sem heitir Krossnefur og hann lifir líka á könglum af barrtrjám. Þannig að það er spurning hvað þessi gerir ef þeir eru nógu margir.“Að sögn Einars er þó miðað við að fuglategund hafi orpið hér á landi í tíu ár í röð til þess að hún geti talist hafa sest hér að, og því væntanlega langt í land að Víxlnefur öðlist þann sess.
Dýr Húnaþing vestra Tengdar fréttir Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Sjá meira
Krossnefur virðist kominn til að vera Krossnefur, sem er spörfugl, virðist ætla að nema land hér til frambúðar, en áður voru þessir fuglar aðeins flækingar. 30. júlí 2009 07:13