Hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál Sighvatur Jónsson skrifar 20. júlí 2019 22:00 Skjáskot úr frétt Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan. Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Það er hættulegt ef kirkjan tekur ekki þátt í opinberri umræðu um stjórnmál, segir biskup í Jerúsalem. Hann segir skiptingu Jerúsalem-borgar lykilinn að friði milli Ísraels og Palestínu. Munib Younan er biskup í Jerúsalem og fyrrverandi forseti Lútherska heimssambandsins. Á Skálholtshátíð ræðir hann meðal annars um hlutverk kirkjunnar í opinberri umræðu. Biskupinn segir að trúin skipti máli við sáttaviðræður. „Það er hlutverk okkar að tengja stjórnmál við boðun fagnaðarerindisins. Oft og tíðum skortir stjórnmálin gildismat og mannkynið nýtur ekki góðs af stjórnmálastarfi heldur starfa stjórnmálamenn í eigin þágu. Það er ekki rétt. Ef kirkjan þegir um þessi mál skapar það hættu. Þar að auki er það hlutverk kirkjunnar að tala um jafnrétti kynjanna,“ segir Younan. Munib Younan hrósar Íslendingum fyrir góðan árangur í jafnréttismálum. Hann segir það til marks um góða stöðu mála að biskup Íslands er kona. Biskupinn hvetur til friðar milli Ísraels og Palestínu. Hann segir fæðingarborg sína Jerúsalem vera mikilvæga í því sambandi. „Það á að skipta Jerúsalem jafnt á milli þriggja trúarbragða og tveggja þjóða, þ.e.a.s gyðingdóms, kristnidóms og íslam. Palestínumanna og Ísraelsmanna. Þetta þýðir líka að við viðurkennum að Vestur-Jerúsalem skuli vera höfuðborg Ísraelsríkis en Austur-Jerúsalem með landamærunum frá 1967 skuli einnig vera höfuðborg Palestínuríkis. Fólkið okkar í Palestínu er langþreytt á striði, uppreisn, átökum og daglegum morðum. Við viljum að manneskjan fái lifað með reisn. Það er markmið okkar í kirkjunni,“ segir Younan.
Ísrael Palestína Trúmál Tengdar fréttir Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12 Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00 Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Gæslan fylgist með rússnesku olíuskipi í efnahagslögsögu Íslands Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Innlent Fleiri fréttir Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Sjá meira
Ísrael ætlar að byggja Trump-hæðir á Gólanhæðum Fyrirætluð byggð í Gólanhæðum, svæði sem Ísrael innlimaði frá Sýrlandi í sex daga stríðinu árið 1967, verður nefnd Trump hæðir. Forsætisráðherra Ísrael, Benjamín Netanjahú kynnti þetta á svæðinu í dag. 16. júní 2019 18:12
Kynntu áætlun fyrir Palestínu Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. 26. júní 2019 08:00
Palestína hafnar áformum Bandaríkjanna vegna hliðhylli við Ísrael Jared Kushner, tengdasonur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, er á leið til Mið-Austurlanda til að kynna friðaráætlun fyrir svæðið. 28. maí 2019 17:51