Íslenski boltinn

Andri hjá Val næstu þrjú árin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andri Adolphsson
Andri Adolphsson vísir/daníel
Andri Adolphsson framlengdi í gær samning sinn við Íslandsmeistara Vals.Skagamaðurinn gekk til liðs við Val árið 2015. Hann hefur leikið 181 leik í meistaraflokki á Íslandi og skorað 16 mörk. Þrjú þeirra hafa komið í Pepsi Max deildinni í sumar.Andri skrifaði undir samning við Val út tímabilið 2022.Valur er í sjötta sæti Pepsi Max deildarinnar með 16 stig. Valsmenn fara í Víkina í kvöld og mæta Víkingi í þrettándu umferð deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.