Fyrsti leiðangursstjórnandi NASA látinn Kjartan Kjartansson skrifar 23. júlí 2019 10:56 Kraft í leiðangursstjórn Merkúrleiðangranna í Houston í Texas. AP/NASA Chris Kraft, fyrsti leiðangursstjórnandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, er látinn, 95 ár að aldri. Hann andaðist tveimur dögum eftir fimmtíu ára afmæli fyrstu tungllendingarinnar en Kraft lék lykilhlutverk í skipulagningu og stjórn fyrstu mönnuðu geimferðanna. Hálfrar aldar afmæli Apolló 11-leiðangursins til tunglsins var fagnað um helgina. Kraft kom á fót leiðangursstjórn NASA fyrir fyrstu mönnuðu geimferðirnar í Gemini- og Merkúrleiðöngrunum. Hún fylgdist með kerfum geimfaranna og hafði samskipti við geimfarana. Kraft stýrði meðal annars för Alans Shepard, fyrsta Bandaríkjamannsins sem fór út í geim, 5. maí árið 1961 og öllum sex Merkúrleiðöngrunum og sjö af tíu Gemini-ferðunum, að sögn Spaceflight Now. Hann var yfirmaður geimferða hjá NASA fram að Apolló 13-leiðangrinum og varð síðar forstöðumaður Johnson-geimmiðstöðvarinnar í Texas. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, lofaði framlag Kraft til tunglferðanna og sagði arfleið hans ómetanlega. „Bandaríkin hafa misst sannkallaða þjóðargersemi í dag með fráfalli einum fyrsta brautryðjanda NASA,“ sagði Bridenstine í yfirlýsingu.Kraft í gamla leiðangursstjórnarsalnum í Johnson-geimmiðstöðinni árið 2011. Hann hætti formlega störfum fyrir NASA árið 1982.Vísir/AP Andlát Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Chris Kraft, fyrsti leiðangursstjórnandi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, er látinn, 95 ár að aldri. Hann andaðist tveimur dögum eftir fimmtíu ára afmæli fyrstu tungllendingarinnar en Kraft lék lykilhlutverk í skipulagningu og stjórn fyrstu mönnuðu geimferðanna. Hálfrar aldar afmæli Apolló 11-leiðangursins til tunglsins var fagnað um helgina. Kraft kom á fót leiðangursstjórn NASA fyrir fyrstu mönnuðu geimferðirnar í Gemini- og Merkúrleiðöngrunum. Hún fylgdist með kerfum geimfaranna og hafði samskipti við geimfarana. Kraft stýrði meðal annars för Alans Shepard, fyrsta Bandaríkjamannsins sem fór út í geim, 5. maí árið 1961 og öllum sex Merkúrleiðöngrunum og sjö af tíu Gemini-ferðunum, að sögn Spaceflight Now. Hann var yfirmaður geimferða hjá NASA fram að Apolló 13-leiðangrinum og varð síðar forstöðumaður Johnson-geimmiðstöðvarinnar í Texas. Jim Brindenstine, forstjóri NASA, lofaði framlag Kraft til tunglferðanna og sagði arfleið hans ómetanlega. „Bandaríkin hafa misst sannkallaða þjóðargersemi í dag með fráfalli einum fyrsta brautryðjanda NASA,“ sagði Bridenstine í yfirlýsingu.Kraft í gamla leiðangursstjórnarsalnum í Johnson-geimmiðstöðinni árið 2011. Hann hætti formlega störfum fyrir NASA árið 1982.Vísir/AP
Andlát Bandaríkin Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fleiri fréttir Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Sjá meira
Fimmtíu ár frá því að Örninn lenti Neil Armstrong og Buzz Aldrin stigu fyrstir manna fæti á tunglið á þessum degi árið 1969. 21. júlí 2019 08:00