Sport

Öruggur sigur hjá Max Holloway í nótt

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty
UFC 240 fór fram í nótt í Kanada. Max Holloway sigraði Frankie Edgar í aðalbardaga kvöldsins en sigurinn var aldrei í hættu.

Max Holloway tókst að verja fjaðurvigtarbeltið sitt í nótt með sigri á Frankie Edgar eftir dómaraákvörðun. Holloway lenti fleiri höggum en Edgar yfir loturnar fimm og vann allar loturnar hjá tveimur dómurum.

Edgar reyndi margar fellur og varðist Holloway þeim öllum nema einni. Holloway náði nokkrum þungum höggum í Edgar en enginn var sleginn niður í bardaganum. Holloway með fína frammistöðu og kemst aftur á sigurbraut eftir tap í léttvigt fyrr á árinu.

Þetta var enn einn sigur Holloway í fjaðurvigt en hann mun að öllum líkindum mæta Alexander Volkanovski síðar á árinu. Frankie Edgar sagði á sama tíma að hann væri ekkert á því að hætta þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Cris ‘Cyborg’ Justino sigraði Felicia Spencer í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Spencer stóð sig mun betur en flestir bjuggust við og stóð af sér þung högg frá Cyborg. Sigurinn hjá Cyborg var á endanum aldrei í hættu og sigraði Cyborg eftir dómaraákvörðun. Þetta var fyrsta tap Spencer sem sannaði að hún er með þeim bestu í fjaðurvigt kvenna.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttir

Kemst Max Holloway aftur á skrið?

UFC 240 fer fram í nótt í Kanada þar sem barist verður um fjaðurvigtartitilinn. Þeir Max Holloway og Frankie Edgar mætast í aðalbardaga kvöldsins en þetta verður fyrsti bardagi Holloway eftir erfitt tap í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×