Enski boltinn

Segja Trippier verða leikmann Atletico á næstu dögum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kieran Trippier
Kieran Trippier vísir/getty

Kieran Trippier verður leikmaður Atletico Madrid áður en vikan er úti samkvæmt heimildum Sky Sports.

Viðræður á milli Tottenham og Atletico hafa gengið vel og nú hafa báðir aðilar trú á því að þeir geti náð samkomulagi fyrir helgi.

Heimildarmaður Sky á Spáni vill þó setja smá varnagla á þessar fréttir því hann var ekki viss um að Diego Simeone vildi fá til sín leikmann sem ekki hefur góð tök á spænskri tungu.

Tottenham hefur gefið út að Trippier sé falur fyrir rétt tilboð og hafa bæði Juventus og Napólí verið sögð áhugasöm um bakvörðinn. Þá er hann einnig sagður á óskalista Bayern München.

Trippier er alinn upp í akademíu Manchester City, fór þaðan til Barnsley og Burnley en hefur verið hjá Tottenham síðan 2015. Hann var lykilmaður í vörn enska landsliðsins sem fór alla leið á HM í Rússlandi síðasta sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.