Lífið samstarf

Ónæmar bakteríur geta valdið alvarlegum sýkingum

Florealis kynnir
Mikil notkun á sýklalyfjum, bæði í læknisfræði og landbúnaði, hefur valdið því að fjölmargar tegundir baktería eru nú orðnar ónæmar svo  erfitt getur verið að ráða við sýkingar sem þær valda.
Mikil notkun á sýklalyfjum, bæði í læknisfræði og landbúnaði, hefur valdið því að fjölmargar tegundir baktería eru nú orðnar ónæmar svo erfitt getur verið að ráða við sýkingar sem þær valda. Nordic photos/Getty
Sýklalyfjaónæmi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og er orðin ein stærsta ógnin við heilbrigði sem mannkynið stendur frammi fyrir í dag.

Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktor í líf- og læknavísindum.Leifur Wilberg
,,Sýklalyfjaónæmi er þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum. Þá virka lyfin ekki lengur og bakteríurnar geta valdið alvarlegum sýkingum óáreittar. Bakteríur aðlaga sig að umhverfinu og ef sýklalyf eru að staðaldri í umhverfi þeirra geta þær þróað með sér varnir gegn lyfjunum. Það er nóg að fáar bakteríur í hópnum læri að verjast sýklalyfjum því þær geta flutt upplýsingar um það á milli sín. Þannig getur of mikil notkun  á sýklalyfjum aukið líkurnar á því að bakteríur myndi varnir og þá hætta sýklalyfin að virka,“ útskýrir Sandra Mjöll Jónsdóttir-Buch, doktor í líf- og læknavísindum.

Mikil notkun á sýklalyfjum, bæði í læknisfræði og landbúnaði, hefur valdið því að fjölmargar tegundir baktería eru nú orðnar ónæmar svo  erfitt getur verið að ráða við sýkingar sem þær valda. Nokkur tilfelli um sýkingar vegna ónæmra baktería hafa komið upp á Íslandi í ár. ,,Sýklalyf eru í sumum tilfellum okkar eina vopn gegn alvarlegum sýkingum, eins og við höfum séð undanfarnar vikur í tengslum við E. coli faraldurinn sem stendur yfir. Það er mikilvægt að lyfin virki þegar á þarf að halda,“ bætir Sandra við.

Lyngonia er eina viðurkennda meðferðin við endurteknum, vægum þvagfærasýkingum hjá konum, sem ekki er hefðbundið sýklalyf.
Þarf að finna nýjar leiðir

,,Það er ýmislegt hægt að gera til að að sporna við þessari þróun,“ segir Sandra. ,,Best er að reyna að fyrirbyggja sýkingar eða nota aðrar leiðir til að meðhöndla vægar sýkingar, áður en þær komast á það stig að sýklalyfja gerist þörf. Svo það sé hægt þurfa aðrar, öruggar og viðurkenndar leiðir að vera í boði. Það á auðvitað eingöngu að nota sýklalyf þegar þeirra gerist nauðsynlega þörf og þá í samráði við lækni. Þá er mikilvægt að fylgja leiðbeiningum og klára skammtinn. Einnig þarf að hafa í huga hvers eðlis sýkingin er en sýklalyf verka bara á bakteríur en ekki á sýkingar sem orsakast af veirum eða sveppum.“Einstök lausn án sýklalyfja

Florealis býður upp á jurtalyfið Lyngonia. Lyfið er eina viðurkennda meðferðin við endurteknum, vægum þvagfærasýkingum hjá konum, sem ekki er hefðbundið sýklalyf. Lyngonia er ætlað konum sem fá endurteknar þvagfærasýkingar þegar læknir er búinn að útiloka önnur alvarleg veikindi. Lyfið vinnur gegn einkennum þvagfærasýkinga svo sem brunatilfinningu og auknum þvaglátum. Lyfið fæst án lyfseðils í öllum apótekum og best er að byrja að taka það um leið og einkenna verður vart. Það á ekki að nota Lyngonia sem fyrirbyggjandi meðferð. „Þetta er frábær valkostur fyrir þær konur sem fá endurtekið slíkar sýkingar og geta þá jafnvel komist hjá notkun sýklalyfja,“ segir Sandra.

Gagnlegar upplýsingar:

Lyngonia fæst án lyfseðils í öllum apótekum. Lyngonia er jurtalyf sem hefð er fyrir og ætlað konum eldri en 18 ára. Notkun er 2 töflur 2-4 sinnum á dag og ekki skal nota lyfið lengur en í eina viku. Ef einkenni eru viðvarandi í meira en 4 daga eða versna við notkun skal hafa samband við lækni. Ekki á að nota Lyngonia ef truflun er á nýrnastarfsemi. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðil fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. 

Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.isog á www.florealis.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Florealis

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×