Íslenski boltinn

Munar miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna til baka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Betsy Doon Hassett í landsliðsbúningi Nýja-Sjálands,
Betsy Doon Hassett í landsliðsbúningi Nýja-Sjálands, Getty/Adam Pretty

Nýsjálendingurinn Betsy Doon Hassett var allt í öllu í 4-2 sigri KR á HK í Pepsi Max deild kvenna í gær.

Það hefur verið allt annað að sjá sóknarleik KR-kvenna eftir að þær endurheimtu Betsy Hassett af HM í Frakklandi en hún var eini leikmaður Pepsi Max deildar kvenna sem tók þátt í heimsmeistaramótinu í ár.

Í sigrinum í gær var Betsy með mark og stoðsendingu og hún átti einnig stóran þátt í undirbúningnum á einu marki til viðbótar.

Betsy Hassett var í HM-hópi Nýja-Sjálands í Frakklandi og spilaði 174 mínútur í leikjunum þremur. Hún hefur spilað 116 landsleiki fyrir Nýja-Sjáland.

Hassett kom til baka í KR-liðið fyrir deildarleikinn á móti Þór/KA þar sem KR-konur tóku stig með sér til baka til Reykjavíkur eftir 2-2 jafntefli.

KR-liðið hefur síðan unnið þrjá leiki á stuttum tíma þar á meðal einn í bikarnum þar sem liðið er komið alla leið í undanúrslit Mjólkurbikarsins.

Í fjarveru Betsy Hassett fékk KR-liðið aðeins þrjú stig samtals og skoraði fimm mörk samanlagt í fimm leikum. Í fyrstu fjórum deildarleikjunum með hana í búning hefur KR-liðið fengið sjö stig og skorað sjö mörk. Það munar því miklu fyrir KR að hafa fengið HM-konuna sína til baka.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.