Game of Thrones-stjarna tilnefndi sjálfa sig til Emmy-tilnefningar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. júlí 2019 10:55 Gwendoline Christie fór með hlutverk Brienne of Tarth í þáttunum vinsælu. Vísir/AP Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi. Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Fantasíuþættirnir Game of Thrones ættu að vera flestum kunnir. Þættirnir hrepptu nýlega 32 tilnefningar til Emmy-verðlauna, sem veitt eru fyrir framúrskarandi árangur í sjónvarpsbransanum. Aldrei hafa neinir þættir hreppt jafn margar tilnefningar á einu ári. Hér að neðan er að finna einstaklega væga spennuspilla (e. spoilers) úr þáttunum. HBO, framleiðslufyrirtæki þáttanna, sendi nöfnin á meirihluta aðalleikarahóps þáttanna til nefndarinnar sem sér um að tilnefna til verðlaunanna. Þó voru ekki allir leikaranna með í hópnum, en eins og þeir sem fylgst hafa með Game of Thrones vita er leikarahópurinn gríðarstór. Meðal þeirra sem HBO sendi ekki inn til nefndarinnar var leikkonan Gwendoline Christie, sem fór með hlutverk riddarans Ser Brienne of Tarth. Christie dó þó ekki ráðalaus. Henni hefur greinilega fundist að leikur sinn í áttundu og jafnframt síðustu þáttaröð Game of Thrones hafi verðskuldað viðurkenningu, og sendi því nafn sitt sjálf inn til umhugsunar hjá nefndinni. Og viti menn, Gwendoline Christie var tilnefnd til Emmy-verðlauna í flokki leikkvenna í aukahlutverki dramaþátta. Ásamt Christie eru fimm aðrar leikkonur tilnefndar í flokknum. Þar af eru þrjár samstarfskonur hennar úr Game of Thrones. Tilnefndar eru þær Lena Headey, Sophie Turner, Maisie Williams (allar úr Game of Thrones), Julia Garnes (Ozark) og Fiona Shwa (Killing Eve). Emmy-verðlaunahátíðin verður haldin hátíðleg 22. september næstkomandi.
Bíó og sjónvarp Emmy Game of Thrones Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira