Enski boltinn

Segir aðeins tímaspursmál hvenær Tottenham byrjar að vinna titla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Winks hefur mikla trú á Tottenham-liðinu.
Winks hefur mikla trú á Tottenham-liðinu. vísir/getty
Harry Winks, leikmaður Tottenham, segir aðeins tímaspursmál hvenær liðið byrjar að vinna titla undir stjórn Mauricios Pochettino.Frá 1991 hefur Tottenham aðeins unnið tvo titla, deildabikarinn 1999 og 2008. Þrátt fyrir titlaleysið hefur Spurs náð góðum árangri undir stjórn Pochettinos og komst m.a. í úrslit Meistaradeildar Evrópu á síðasta tímabili.„Svo lengi sem við trúum á okkur og það sem við gerum er ég viss um að titlarnir séu handan við hornið,“ sagði Winks sem skrifaði undir langtímasamning við Tottenham fyrr í þessum mánuði.„Allir í hópnum eru metnaðarfullir. Auðvitað kemur tími þegar leikmenn vilja vinna titla en við horfum líka á stóru myndina hjá Tottenham.“Spurs endaði í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og hefur verið meðal fjögurra efstu liða deildarinnar undanfarin fjögur ár.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.