Bein útsending: Bára Halldórsdóttir ein heima Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. júlí 2019 17:28 Bára segist vilja sýna fólki öryrkja í öðru umhverfi en því sem þeir sjást alla jafna í. Stöð 2 Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bára Halldórsdóttir, fötlunaraktívisti og uppljóstrari, verður „til sýnis“ frá og með gærkvöldinu og fram á miðvikudag, sem hluti af RVKFringe Festival. Ætlun Báru er að sýna fólki öryrkja í umhverfi sem flestum er alla jafna hulið. „Venjulega sér fólk bara öryrkja þegar þeir eru tiltölulega hressir og færir um að fara út, sem þarfnast oft langs undirbúnings eða er einfaldlega tilfallandi. Þeir sem hafa sýnilegan sjúkdóm eða fötlun fara ekki framhjá neinum en jafnvel þeir eiga sér faldar hliðar,“ segir meðal annars í Facebook-viðburði fyrir gjörninginn. Gjörningurinn fer fram í Listastofunni við Hringbraut 119 í miðborg Reykjavíkur og geta gestir og gangandi komið og borið gjörninginn þar augum. Þá er Vísir með beina vefútsendingu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta á staðinn. Útsendinguna má sjá neðst í þessari frétt. Sjálf segir Bára ætlunina með gjörningnum að benda á þá einangrun sem fólk sem glímir við langvarandi veikindi glímir við og til þess að sýna nýja hlið á fólki sem lent hefur í slíku. Þá segist Bára gjarnan vilja heyra reynslusögur fólks sem upplifað hafa það sem gjörningnum er ætlað að varpa ljósi á. Hún bendir þeim sem geta og vilja á að setja sínar sögur inn á samfélagsmiðla sína undir myllumerkinu #invalidoryrki.„Leyfum fólki að sjá hvað við erum mörg, misjöfn og skiptum máli,“ segir Bára og bendir þeim sem ekki treysta sér til þess að koma fram með sögur sínar undir nafni á að senda henni skilaboð í gegn um samfélagsmiðla.Upplýsingar um gjörninginn má nálgast hér.Uppfært að kvöldi 3. júlí. Gjörningnum er nú lokið. Hér fyrir neðan má sjá síðustu fimm klukkustundirnar úr útsendingu Vísis.Klippa: Bára kemur úr búrinu - Síðustu fimm klukkustundirnar
Félagsmál Menning Reykjavík Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira