Sport

Íslenskir steranotendur verða sífellt yngri

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Birgir Sverrisson.
Birgir Sverrisson.
Birgir Sverrisson, verkefnastjóri hjá Lyfjaeftirliti Íslands, segir að steranotkun á Íslandi sé of algeng og hefur áhyggjur af því að byrjunaraldurinn færist sífellt neðar.

„Ég myndi segja að steranotkun sé of algeng í líkamsrækt og íþróttum á Íslandi. Við höfum líka séð byrjunaraldurinn færast neðar sem er áhyggjuefni,“ segir Birgir og bætir við að útlit sé helsti hvatinn að steranotkun hér á landi.

Birgir er í ítarlegu viðtali við Birnu Maríu Másdóttur um stera þar sem meðal annars er talað um af hverju sterar séu hættulegir og hverjar aukaverkanirnar séu.

Steranotkun getur valdið hjartaáfalli, krabbameinu og fólk getur fengið heilablóðfall. Steranotkun sé því háalvarlegt mál.

Hlusta má á spjallið hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×