Innlent

Víkingur tekur við íþróttamannvirkjum í Safamýri

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Loftmynd af íþróttasvæði Safamýrar.
Loftmynd af íþróttasvæði Safamýrar. Google

Borgarráð hefur samþykkt að hefja samningaviðræður við Knattspyrnufélagið Víking um að félagið taki við rekstri íþróttamannvirkja í Safamýri eftir flutning íþróttafélagsins Fram á nýtt félagssvæði í Úlfarsárdal.

Í samþykkt borgarráðs kemur fram að núverandi íþróttamannvirki Fram á svæðinu, gervigrasvöllur og íþróttahús, verði eign Reykjavíkurborgar og verði falin Víkingi til reksturs með sérstökum þjónustusamningi, að flutningum Fram loknum. Núverandi grasæfingasvæði í Safamýri verði tekin til „annarrar þróunar.“

Í samþykkt borgarráðs kemur fram að litið hafi verið til samgangna, hverfisskiptingar og sterkrar framtíðarsýnar félagsins fyrir Safamýrarsvæðið. Þá hafi jafnvægi milli hverfisfélaga verið tryggt. Í samþykktinni segir einnig að breytingin skapi svigrúm til annarrar uppbyggingar á svæðinu.

Að mati borgarráðs er nauðsynlegt að Fram, Víkingur, fulltrúar íbúa á svæðinu, Íþróttabandalag Reykjavíkur og íþrótta- og tómstundasvið hefji þegar í stað þess breytingu á íþróttastarfi á svæðinu.

Menningar-, íþrótta- og tómstundaráði verði falið að sinna stefnumótun og eftirlit með verkefninu af hálfu Reykjavíkurborgar.

Stýrihópur um framtíðarstefnu í íþróttamálum hefur haft málið til skoðunar og hefur hópurinn meðal annars fundað með fulltrúum þeirra félaga sem sýnt hafa áhuga á því að þjóna Safamýrarsvæðinu. Hópurinn hefur einnig hitt fulltrúa íbúa á svæðinu. Er það einróma niðurstaða áfangaskýrslu hópsins að leggja til að gengið verði til samninga við Víking.

Tók hópurinn tillit til fjölda íbúa á svæðinu í samhengi við svæði sem heyra undir önnur íþróttafélög í grenndinni. Þá var litið til almenningsamgangna, tengsla við aðrar hverfaskiptingar og framtíðarsýn fyrir Safamýrarsvæðið.

Tillögu borgarráðs má nálgast hér.


Tengdar fréttir

Grænt ljós gefið á framkvæmdir Fram í Úlfarsárdal

Borgarráð hefur gefið umhverfis- og skipulagssviði grænt ljós á að hefja útboð framkvæmda við íþróttamannvirki í Úlfarsárdal. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist í lok sumars og að þeim ljúkí maí ársins 2022.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.