Heimsmeistararnir unnu alla leiki sína og fengu ekki á sig mark

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bandarísku leikmennirnir fagna marki Lindsey Horan.
Bandarísku leikmennirnir fagna marki Lindsey Horan. vísir/getty

Heimsmeistarar Bandaríkjanna unnu 0-2 sigur á Svíþjóð í Le Havre í lokaleik sínum í F-riðli heimsmeistaramóts kvenna í kvöld. Bandaríska liðið mætir því spænska í 16-liða úrslitum HM.

Bandaríkin unnu alla þrjá leiki sína í riðlinum með markatölunni 18-0. Ekkert lið hefur skorað fleiri mörk í riðlakeppninni á einu heimsmeistaramóti. 

Þetta var níundi sigur bandaríska liðsins í röð. Bandaríkin hafa haldið hreinu í átta af níu þessara leikja.

Strax á 3. mínútu leiksins í kvöld kom Lindsey Horan bandarísku heimsmeisturunum yfir eftir hornspyrnu. Engin hefur verið jafn snögg að skora á HM í Frakklandi og Horan.


Staðan var 0-1 í hálfleik. Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik komust Bandaríkin í 0-2. Tobin Heath átti þá skot sem fór af Jonnu Andersson og yfir Hedvig Lindahl í sænska markinu.

Carli Lloyd fékk dauðafæri undir lokin en Andersson varði skot hennar. Fleiri urðu mörkin ekki og bandarískur sigur staðreynd.

Svíar enduðu í 2. sæti riðilsins með sex stig. Svíþjóð mætir Kanada í 16-liða úrslitunum.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.