Síle einu marki frá því að komast í 16-liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vítaspyrna Franciscu Lara smellur í slá tælenska marksins.
Vítaspyrna Franciscu Lara smellur í slá tælenska marksins. vísir/getty

Síle vantaði eitt mark til að komast í 16-liða úrslit heimsmeistaramóts kvenna. Síle vann Tæland, 0-2, í lokaleik sínum í F-riðli en hefði þurft að vinna með þriggja marka mun til að komast áfram.

Ef Síle hefði skorað eitt mark í viðbót hefðu þær farið í 16-liða úrslit á kostnað Nígeríu og mætt Þýskalandi.

Francisca Lara á eflaust ekki eftir að sofa mikið í nótt en hún skaut í slá úr vítaspyrnu á 85. mínútu, í stöðunni 0-2.

Staðan var markalaus í hálfleik en á 48. mínútu skoraði Waraporn Boonsing afar slysalegt sjálfsmark og kom Síle yfir.

Þegar tíu mínútur voru til leiksloka kom Maria Urrutia síleska liðinu í 0-2 með skalla. Síle þurfti því aðeins eitt mark til að komast áfram en það kom ekki. Lokatölur 0-2, Síle í vil.

Þetta var fyrsti sigur Síle á HM frá upphafi en hann dugði skammt. Liðið endaði í 3. sæti F-riðils með þrjú stig. Tæland tapaði öllum þremur leikjunum sínum með markatölunni 1-20.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.