Hefja söfnun til að koma Sayed og fánanum risastóra til landsins fyrir Frakkaleikinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2019 12:00 Mynd/Mohammad Sayed Majumder Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning: EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Sjá meira
Mohammad Sayed Majumder, stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta númer eitt í Bangladess, vill ólmur koma risastórum íslenskum fána sem hann útbjó til heiðurs landsliðinu hingað til lands. Tólfumeðlimur hefur hafið söfnun til þess að koma Sayed, og fánanum, hingað til lands í október þegar Ísland etur kappi gegn Frakklandi á Laugardalsvelli. Óhætt er að segja að stuðningur Sayed við íslenska landsliðið hafi vakið talsverða athygli undanfarna mánuði en Fótbolti.net sagði frá Íslandsáhuga hins 23 ára gamla Bangladessa í apríl. Það var svo þann 11. júní síðastliðinn, þegar Íslands lék gegn Tyrklandi í undankeppni EM-karla sem Sayed kynnti til leiks gríðarlangan íslenskan fána sem hann hafði útbúið. Fáninn vakti mikla athygli og hófst þá umræða um að koma ætti Sayed og fánanum til Íslands til þess að fara á leik með uppáhaldsliðinu sínu. Sjálfur virðist Sayed ólmur í að koma til Íslands en í skilaboðum sem hann sendi fréttastofu í morgun segir hann að hann vilji endilega koma fánanum til Íslands. „Mig langar að sjá landsleik á Íslandi, ég var ánægður með að liðið vann síðustu leiki sína, það eru margir stuðninsmenn íslensrar knattspyrnu og ég óska þeim öllum velfarnaðar. Ég vil koma stóra fánanum mínum til Íslands,“ skrifaði Sayed. Og það gæti vel orðið að raunveruleika en í gær hóf Hilmar Jökull Stefánsson, stjórnarmaður í Tólfunni, stuðningssveit íslenska landsliðsins, söfnun, svo koma megi Sayed og fánanum til Íslands. Í samtali við Vísi segir Hilmar að hann og aðrir Tólfumenn séu mjög ánægðir með stuðninginn sem Sayed sýni í verki.Hilmar Jökull Stefánsson er einn af aðalmönnunum í Tólfunni og hér má hann sjá í fullum skrúða á landsleik.Mynd/Aðsend„Hann sagðist ætla að búa til stærsta íslenska fána sem gerður hefur verið og hann bara stóð við stóru orðin. Íslendingar hafa veitt honum þá verðskulduðu athygli sem hann á skilið fyrir það. Hann er alltaf að peppa Ísland á Twitter og það snýst allt um það hjá honum. Hann er í háskóla og svo er hann bara stuðningsmaður Íslands, það er það sem hann gerir í lífinu,“ segir Hilmar Jökull sem hefur ásamt öðrum Íslendingum átt í samskiptum við Sayed. Fljótlega kom upp sú hugmynd að koma honum til Íslands. „Þetta er í rauninni umræða sem hefur skapast meðal almennings. Fólk hefur verið að tala um þetta síðan hann kom fyrst fram á sjónarsviðið, hvort það væri ekki gaman að fá hann til landsins,“ segir Hilmar Jökull. Telur hann að ferðalagið muni kosta um 250 þúsund krónur og er markið sett þar. Búið er að ákveða dagsetningu í samráði við Sayed. „Ég var að spjalla við hann áðan og hann ætlar að koma frá 7.-14. október á leikinn gegn Frökkum sem er fer fram föstudaginn 10. október á Laugardalsvelli.“ Áhugasamir sem vilja styrkja söfnunina geta lagt inn á eftirfarandi reikning:
EM 2020 í fótbolta Íslenski fáninn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Sjá meira