Lífið

Ævintýraleg brúðkaup á Ítalíu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Á síðustu misserum hefur það orðið sívinsælla meðal þjóðþekktra Íslendinga að ganga í hjónaband erlendis, og þá einkum á Ítalíu. Meðal íslenskra stjarna sem gengið hafa í það heilaga í landinu fagra eru Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, Friðrik Dór Jónsson söngvari og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir sjónvarpskona.Í Íslandi í dag á fimmtudaginn fór Vala Matt okkar allra á stúfana og skoðaði nánar þær tískubylgjur og strauma sem virðast ráða för þegar kemur að fallegum Ítalíubrúðkaupum. Þá hitti hún fyrir Björk Eiðsdóttur, ritstjóra Glamour og Fréttablaðsins, en hún er þekkt fyrir að vera með puttann á tískupúlsinum og fór hún yfir þessu mál með Völu.Þá hitti Vala fyrir Tobbu Marínós. Tobba mun ganga að eiga Karl Sigurðsson tónlistarmann á ítölsku sveitasetri í haust og veit því hvað klukkan slær þegar kemur að ítölskum glansbrúðkaupum.Sjón er sögu ríkari en sjá má þáttinn í spilaranum hér að ofan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.