Sport

Aldo hættur við að hætta og gerði langan samning við UFC

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jose Aldo.
Jose Aldo. vísir/getty
Brasilíski bardagakappinn Jose Aldo ætlaði sér að yfirgefa UFC á þessu ári en nú er ljóst að hann fer ekkert úr búrinu næstu árin.Hinn 32 ára gamli Aldo er nefnilega búinn að skrifa undir nýjan átta bardaga samning við UFC. Síðasti bardagi hans var sá fyrsti á nýja samningnum.Aldo hefur verið í fýlu síðustu ár enda aldrei náð sér almennilega eftir að hafa verið rotaður af Conor McGregor á 13 sekúndum árið 2015. Hann hafði hug á því að færa sig yfir í hnefaleika eftir að samningur hans við UFC myndi klárast á árinu en eitthvað mikið breyttist þar.Margir fagna því að halda Aldo í UFC en hann er 3-3 í búrinu eftir tapið gegn Conor.

Tengd skjöl

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.