Sport

Heimsþekktri boxhetju bjargað úr brennandi bát

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wladimir Klitschko.
Wladimir Klitschko. Getty/ Dan Mullan

Wladimir Klitschko, fyrrum heimsmeistari í þungavigt, komst í hann krappann í sumarfríi sínu og þurfti á endanum að fá aðstoð frá spænsku strandgæslunni.

Eldur kviknaði í lúxussnekkju kappans þegar hann var á ferð með fjölskyldu sinni og vinum úti fyrir ströndum Mallorca á Miðjarðarhafinu.

„Engar áhyggjur, það er í lagi með alla,“ skrifaði Wladimir Klitschko á Twitter.Klitschko er nú 43 ára gamall en hann setti boxhanskana upp á hillu árið 2017.

Úkraínumaðurinn vann 64 af 69 bardögum sínum á ferlinum. Hann tapaði þeim síðasta sem var á móti Anthony Joshua í apríl 2017.

Wladimir Klitschko sagði frá ævintýri sínu á Twitter og birti einnig myndband af björgunaraðferðunum.„Ferðin okkar á sunnudaginn endaði með að það kviknaði í bátnum okkar og strandgæslan og slökkviliðið þurfti að bjarga fjölskyldu og vinum upp á land,“ skrifaði Wladimir Klitschko á Twitter.

Wladimir Klitschko varð Ólympíumeistari í þungavigt í Atlanta árið 1996 og vann einnig heimsmeistarakeppni hermanna árið 1995.

Hann náði því að halda heimsmeistaratitli sínum í þungavigt í 4382 daga og er talinn vera einn af betri þungavigtarköppum í boxsögunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.