Erlent

Nyamko Sabuni verður sjálfkjörin hjá Frjálslynda flokki Svíþjóðar

Kjartan Kjartansson skrifar
Sabuni (t.h.) var jafnréttisráðherra frá 2006 til 2013
Sabuni (t.h.) var jafnréttisráðherra frá 2006 til 2013 Vísir/EPA

Ljóst er að Nyamko Sabuni, fyrrverandi jafnréttisráðherra Svíþjóðar, verður sjálfkjörin formaður Frjálslynda flokksins eftir að Erik Ullenhag dró framboð sitt til baka. Frjálslyndi flokkurinn ver minnihlutastjórn Stefans Löfven forsætisráðherra falli.

Ullenhag greindi frá ákvörðun sinni í grein í Aftonbladet í dag. Vísaði hann til skoðanakannana sem bentu til þess að róðurinn yrði þungur fyrir hann í slag við Sabuni um formennskuna. Hann nyti ekki nægilegs stuðnings og vildi ekki auka sundrung í flokknum, að því er segir í frétt sænska ríkisútvarpsins SVT.

Sabuni er fimmtug og fædd í Búrúndí. Fjölskylda hennar fékk pólitískt hæli í Svíþjóð þegar hún var tólf ára gömul. Hún var fyrst kjörin á þing árið 2002 og var jafnréttisráðherra í ríkisstjórn Fredriks Reinfeldt frá 2006 til 2013.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.