Sport

Yankees bætti sautján ára gamalt met

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aaron Judge og félagar í Yankees eru í miklu stuði þessa dagana.
Aaron Judge og félagar í Yankees eru í miklu stuði þessa dagana. vísir/getty
Hafnaboltastórveldið New York Yankees heldur áfram að endurskrifa sögu íþróttarinnar og í nótt náði liðið að bæta glæsilegt met.

Þá náði liðið heimahafnarhlaupi, eða home run, í 28. leiknum í röð. Ekkert lið hefur náð slíkum árangri í langri sögu íþróttarinnar.

Það var Texas Rangers sem átti metið en það hafði staðið frá árinu 2002. Þessi hrina hófst þann 25. maí og liðið er eðlilega búið að spila 28 leiki síðan þá.

Alls hafa fjórtán leikmenn náð að slá boltann út af vellinum í methrinunni. Það er líka að skila sigrum því Yankees hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum.

Yankees er svo að fara að spila við Boston Red Sox um helgina í London en það eru fyrstu Evrópuleikirnir hjá MLB-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×