Enski boltinn

Líkir nýjasta leikmanni Manchester United við Usain Bolt og brasilíska Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Daniel James hefur yfirgefið herbúðir Swansea.
Daniel James hefur yfirgefið herbúðir Swansea. vísir/getty
Marco Rossi, þjálfari ungverska landsliðsins í fótbolta, er afar hrifinn af Daniel James sem gekk í raðir Manchester United á dögunum og líkir honum við Usain Bolt og brasilíska Ronaldo.

Ungverjaland og Wales mætast í undankeppni EM 2020 í dag en James er í landsliðshóp Ryan Giggs hjá Wales. Ungverjaland er með sex stig en Wales þrjú.

Hinn 54 ára gamli Rossi var aðspurður út í James á blaðamannafundi fyrir leik kvöldsins og má með sanni segja að Ítalinn sé hrifinn af James.

„Hraði James minnir mig á Usain Bolt. Að vera svona fljótur eins og hann er ótrúlegt. Á síðustu árum hefur enginn annar leikmaður gefið mér þessa tilfinningu,“ sagði Boss.

„Í gamla daga spilaði ég gegn leikmanni, sem var sá besti að mínu mati eftir Diego Maradona, en það er Ronaldo. Hann var ekki bara fljótur heldur allt. Hraðaaukning hans er eins og James þrátt fyrir að gæðin séu aðeins öðruvísi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×