Innlent

Á­búandi á Ey­vindar­st­öðum hafði hraðar hendur eftir að hafa vaknað við reyk

Birgir Olgeirsson skrifar
Slökkviliðsmenn reykræstu húsið.
Slökkviliðsmenn reykræstu húsið. Vísir/vilhelm
Ábúanda á Eyvindarstöðum í Sölvadal tókst að slökkva mikinn eld sem kom þar upp rétt fyrir miðnætti í gær. Slökkviliði Akureyrar barst tilkynning um eldinn rétt fyrir miðnætti og fór allt tiltækt slökkvilið á vettvang.

Ljóst var að mikill eldur var í kjallara hússins og lá mikið við hjá slökkviliðsmönnum enda fjörutíu mínútna akstur frá Akureyri og í Sölvadal þar sem bærinn Eyvindarstaðir stendur.

Ábúandinn hafði vaknað við mikla reykjarlykt og tilkynnt slökkviliði um eldinn en honum hafði tekist að ráða niðurlögum eldsins þegar slökkvilið kom á vettvang.

Slökkviliðsmenn hófu strax að reykræsta húsið og tryggja að engar glæður leyndust svo eldur myndi ekki kvikna aftur. Húsið er mikið skemmt af völdum reyk og sóts en slökkvistarfi var lokið um klukkan eitt í nótt.

Ábúandi afþakkaði frekari aðstoð slökkviliðsmanna en hann var hvattur til að fara sjúkrahús til að láta athuga með reykeitrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×