Þær ensku áfram með fullt hús stiga

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ensku leikmennirnir fagna.
Ensku leikmennirnir fagna. vísir/getty

Enska landsliðið endar með fullt hús stiga í D-riðlinum á HM kvenna í Frakklandi eftir að þær ensku unnu 2-0 sigur á Japan í Hreiðrinu í Nice í kvöld.

Ellen White kom þeim ensku yfir á fjórtándu mínútu en aftur var Ellen á ferðinni sex mínútum fyrir leikslok er hún tvöfaldaði forystuna með sínu öðru marki.

Enska liðið vinnur því riðilinn. Endar með fullt hús stiga og hefur einungis fengið á sig eitt mark í mótinu en Phil Neville er þjálfari liðsins.
Næsti leikur Englands í 16-liða úrslitunum fer fram 23. júní í Valenciennes en ekki er orðið staðfest á móti hverjum þær ensku mæta.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.