Bíó og sjónvarp

Sjáðu fyrstu stikluna úr síðustu Rambo-myndinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Sylvester Stallone sem John Rambo.
Sylvester Stallone sem John Rambo. YouTube

Nýjasta stiklan úr næstu Rambo mynd hefur verið frumsýnd og eitt er á hreinu: Rambo virðist aldrei hafa verið í meiri hefndarhug en í þessari.

Sylvester Stallone er mættur aftur sem John Rambo en þetta verður í fimmta sinn sem hann bregður sér í hlutverkið. Fyrsta Rambo-myndin kom út fyrir tæpum fjórum áratugum en í nýjustu myndinni stendur hann andspænis djöflum úr fortíð hans.

Fyrsta Rambo-myndin hét First Blood en sú fimmta hefur fengið heitið Last Blood og er sögð sú síðasta í þessari kvikmyndaseríu.

Söguþráður myndarinnar er á þá leið að Rambo hefur sest í helgan stein á búgarði fjölskyldu sinnar í Arizona eftir að hafa varið áratugum á erlendri grund. Hann ákveður að slást í för með blaðamanni til að hafa upp á og bjarga hópi stúlkna sem er í haldi mexíkósks vændishrings. Áður en Rambo veit af er hann flæktur í framvindu sem gerir það að verkum að hann þarf að rifja upp gamla takta sem verða seint taldir fallegir.

Verður myndin frumsýnd í september næstkomandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.