Sport

Versta upphafskast allra tíma fór í ljósmyndarann | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Starfsmaður mánaðarins hjá Chicago White Sox kastar boltanum í ljósmyndara félagsins.
Starfsmaður mánaðarins hjá Chicago White Sox kastar boltanum í ljósmyndara félagsins.
Í hafnabolta í Bandaríkjunum er hefð fyrir því að stuðningsmaður, frægur einstaklingur eða bara einhver sem er ekki leikmaður framkvæmi fyrsta kast hvers leiks.

Þessi upphafsköst heppnast misvel en það er óhætt að segja að upphafskastið í leik Chicago White Sox og Kansas í nótt hafi heppnast eins illa og mögulegt var.

Starfsmaður mánaðarins hjá White Sox, hvorki meira né minna, fékk þann heiður að framkvæma upphafskastið.

Það tókst þó ekki betur en svo að boltinn fór í linsu ljósmyndara White Sox sem var svo óheppinn að standa rétt hjá. Myndband af upphafskastinu mislukkaða má sjá hér fyrir neðan.



White Sox birti mynd á Twitter sem ljósmyndarinn tók rétt áður en boltinn fór í hann.



Ljósmyndaranum varð sem betur fer ekki meint af, myndavélin skemmdist ekki og flestir virtust hafa gaman af þessu mislukkaða kasti starfsmannsins.



Dóttir starfsmannsins birti skemmtilega mynd á Twitter af boltanum og farinu sem kom eftir að hann fór í ljósmyndarann.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×