Leikari úr Guðföðurnum er látinn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:36 Carmine Caridi. Getty Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur. Andlát Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira