Leikari úr Guðföðurnum er látinn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:36 Carmine Caridi. Getty Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur. Andlát Bandaríkin Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Íslenska ullin grunnurinn í hönnuninni Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Tara Sif og Elfar Elí keyptu glæsihús í Kópavogi Lífið Stjörnulífið: Sólarsæla og sykurpabbar Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Gagnrýni „Get ekki beðið eftir að eyða ævinni minni með honum“ Makamál Heimsfrægir dansarar kenndu nemendum Brynju Péturs Lífið Fleiri fréttir Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein