Erlent

Meiri harka að færast í viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna en svo virðist sem harka sé að færast í viðskiptastríð stjórnvalda þar við stjórnvöld í Kína.
Donald Trump er forseti Bandaríkjanna en svo virðist sem harka sé að færast í viðskiptastríð stjórnvalda þar við stjórnvöld í Kína. Vísir/AP

Bandaríkjamenn hafa meira en tvöfaldað innflutningstolla á vörur að verðmæti um 200 milljarða dollara frá Kína og svo virðist sem verulega hafi harðnað á viðskiptastríði þjóðanna tveggja.

Tollar á sumar vörur hafa farið úr tíu prósentum í 25 prósent og stjórnvöld í Kína hafa þegar hótað mótvægisaðgerðum.

Háttsettir embættismenn beggja landa eru nú að reyna að ná viðskiptasamningi á milli Kína og Bandaríkjanna og fara fundirnir fram í Washington, því koma hækkanir á töllum af hálfu Bandaríkjamanna á óvart.

Vörurnar sem um ræður er hverskyns, fiskur, handtöskur, fatnaður og skóbúnaður, svo eitthvað sé nefnt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.