Innlent

Einn í haldi eftir að bíll valt og fór í gegnum strætóskýli

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá vettvangi slyssins í morgun.
Frá vettvangi slyssins í morgun. Mynd/Halli Gísla
Mikil mildi er að enginn stórslasaðist þegar ökumaður missti stjórn á bílnum sínum með þeim afleiðingum að hann valt og fór í gegnum strætóskýli nærri Smáralind í Kópavogi í morgun. Er ökumaðurinn grunaður um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við akstur.Það var vegfarandi sem tilkynnti lögreglu um málið um klukkan 06:25 í morgun. Þegar lögregla kom á vettvang var ökumaðurinn enn þar en hann sagðist hafa verið á um 60 kílómetra hraða þegar hann missti stjórn á bílnum þegar hann fór í poll.Þegar lögregla ræddi hins vegar við ökumanninn vaknaði grunur um að hann væri ekki allsgáður.Var hann fluttur á slysadeild til skoðunar en hann slasaðist ekki alvarlega. Var hann því næst vistaður í fangageymslu lögreglu og verður yfirheyrður síðar í dag.Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar í Kópavogi, segir mikla mildi að enginn hafi slasast alvarlega.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.