Þegar Ísraelar veifuðu sjálfir umdeildum fánum á Eurovision-sviðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:00 Ping-Pong á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið fjallaði um stormasamt samband ísraelskrar konu við mann frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Skjáskot/Youtube Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð. Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð.
Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Sjá meira
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30