Þegar Ísraelar veifuðu sjálfir umdeildum fánum á Eurovision-sviðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. maí 2019 22:00 Ping-Pong á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið fjallaði um stormasamt samband ísraelskrar konu við mann frá Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Skjáskot/Youtube Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð. Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Útspil hinna íslensku Hatara og bandarísku söngkonunnar Madonnu, sem sýndu fána Palestínu í Eurovision-útsendingunni í gærkvöldi í óþökk EBU, hafa vakið mikla athygli – og jafnvel reiði, einkum hjá ísraelskum almenningi og þarlendum yfirvöldum. Sjálfir hafa Ísraelar ekki farið varhluta af slíku en fulltrúar Ísraels í Eurovision árið 2000 reittu sjálfir þarlend yfirvöld til reiði með framgöngu sinni í keppninni það ár.Sjá einnig: Pólitíkin í Eurovision gömul saga og ný Hvers kyns pólitísk orðræða og framganga er nú bönnuð í Eurovision, þó að mörkin í þeim efnum séu nokkuð óljós, líkt og liðsmenn Hatara hafa bent á í viðtölum í tengslum við keppnina undanfarna daga og vikur. Hatari hnykkti á gagnrýni sinni í garð stefnu ísraelskra stjórnvalda með því að sýna palestínska fánann í beinni útsendingu í gærkvöldi. Lokaútspil nokkuð stormasamrar þátttöku sveitarinnar í Eurovision, sem menningarmálaráðherra Ísraels hefur m.a. gagnrýnt í dag.Hatari sýnir Palestínufánann í Eurovision í gærkvöldi.Árið 2000 sendu Ísraelar hljómsveitina Ping-Pong með lagið Same'ach í Eurovision. Ísraelska ríkissjónvarpið afneitaði atriðinu eftir að sveitin veifaði sýrlenskum fánum og lék sér með gúrkur á afar „djarfan“ máta á einni af lokaæfingum hópsins úti í Stokkhólmi, þar sem keppnin var haldin. Atriðið hafði ekki verið með þessum hætti heima í Ísrael. Samband Ísraels og Sýrlands var viðkvæmt um aldamótin en árið 2000 gerði ísraelski herinn til að mynda loftárás gegn palestínskum hermönnum í Sýrlandi. Ísraelska ríkissjónvarpið gerði þá einkum athugasemd við notkun sýrlenska þjóðfánans á æfingu hljómsveitarinnar þar sem hana bar upp á þjóðhátíðardegi Ísraels það ár. Listrænn stjórnandi hljómsveitarinnar sagði í viðtali við breska dagblaðið Guardian að Ping-Pong væru fulltrúar nýs og friðelskandi Ísraelsríkis. Þar kom einnig í ljós að tveir meðlimir sveitarinnar væru blaðamenn, sem störfuðu á ritstjórn dagblaðs sem hefur í gegnum tíðina gagnrýnt ísraelsk stjórnvöld, og einnig að hópurinn hefði skráð sig í keppnina í gríni. Hér að neðan má sjá flutning Ping-Pong á laginu á Eurovision-sviðinu í Stokkhólmi. Lagið hlaut aðeins 7 stig og lenti í 22. sæti af 24 keppendum. Hér má svo lesa úttekt Vísis á pólitískum atriðum í Eurovision í gegnum tíðina.Fréttin hefur verið uppfærð.
Einu sinni var... Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12 Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00 Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11 Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30 Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Þúsundir krefjast þess að Ísland verði rekið úr Eurovision Yfir átta þúsund manns hafa skrifað undir undirskriftarsöfnun á vefsíðunni Change.org þar sem þess er krafist að Íslandi verði vikið úr Eurovision eftir að Hatari strengdi á milli sín fána Palestínu í beinni útsendingu á lokakvöldi keppninnar í Tel Aviv í gær. 19. maí 2019 17:12
Eiga Hatarar tveggja tíma yfirheyrslu í vændum? Dansari í atriði bandarísku söngkonunnar Madonnu á Eurovision í gærkvöldi segist hafa verið stöðvuð á flugvellinum í Tel Aviv og yfirheyrð í næstum tvo klukkutíma áður en hún fékk að yfirgefa landið. 19. maí 2019 19:00
Útvarpsstjóri vissi ekki af áformum Hatara og telur refsingu ólíklega Magnús Geir Þórðarson vissi ekki af áformum Hatara um að veifa fána Palestínu í beinni útsendingu. Atvikið kom honum þó ekki í opna skjöldu. 19. maí 2019 16:11
Palestínska þjóðin muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir hana Palestínskur maður, sem búsettur er á Íslandi, segir að Palestínumenn muni aldrei gleyma því sem Hatari gerði fyrir þá með uppátæki sínu í Eurovision í gær. Hann hafi rætt við fjölmarga samlanda sína í dag sem séu fullir þakklæti. Þá segir Palestínu aktívisti að hljómsveitin hafi staðið við orð sín um að nýta dagskrárvaldið til að gagnrýna stefnu Ísraelsríkis. Ísland hafnaði í tíunda sæti í keppninni í gær. 19. maí 2019 19:30