Klofinn dómur þegar Sunna datt út í Kansas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. maí 2019 00:37 Sunna var ósigruð á atvinnumannaferlinum þar til í kvöld. vísir/allan suárez Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. Átta keppendur keppa með útsláttarfyrirkomulagi og var bardagi Sunnu við hina bandarísku Kailin Curran fyrstur á dagskrá. Currin var að keppa í fyrsta sinn í Invictus en á að baki sjö UFC-bardaga og má því kalla reynslubolta í faginu. Bardaginn var í meira lagi dramatískur en hann var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allt bardagakvöldið sem er svo til nýhafið. Hver bardagi í átta liða úrslitum er ein lota sem stendur yfir í fimm mínútur. Curran fór betur af stað og náði góðum höggum á Sunnu sem átti á tímabili mjög í vök að verjast. Var hún kýld tvisvar í gólfið en gafst ekki upp. Hún náði að snúa bardaganum sér í hag, náði Curran í gólfið og lét höggin dynja í góðan tíma. Curran náði að losa sig og var hart barist allt til loka. Ekki mátti milli sjá hvor þeirra hefði staðið sig betur. Sunna virkaði bjartsýn á niðurstöðu dómara og voru vonbrigðin því mikil þegar í ljós kom að tveir dómarar dæmdu Curran í hag, 10-9, á meðan sá þriðji mat sem svo að Sunna hefði sigrað 10-9. Sunna er því úr leik en bardagakvöldið heldur áfram í beinni á Stöð 2 Sport.These one round fights are great! @KailinCurran drops her for the second time! #PhoenixRising pic.twitter.com/TxwuiO42QH— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) May 4, 2019 Bandaríkin MMA Tengdar fréttir Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10 „Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00 Sunna lent í Kansas City Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu "Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu. 30. apríl 2019 12:00 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Sunna: Ég er með þeim bestu í heiminum "Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik. 3. maí 2019 12:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira
Sunna Rannveig Davíðsdóttir er úr leik í keppni um strávigtarbelti Invicta-bardagasambandsins í kvöld. Átta keppendur keppa með útsláttarfyrirkomulagi og var bardagi Sunnu við hina bandarísku Kailin Curran fyrstur á dagskrá. Currin var að keppa í fyrsta sinn í Invictus en á að baki sjö UFC-bardaga og má því kalla reynslubolta í faginu. Bardaginn var í meira lagi dramatískur en hann var sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport eins og allt bardagakvöldið sem er svo til nýhafið. Hver bardagi í átta liða úrslitum er ein lota sem stendur yfir í fimm mínútur. Curran fór betur af stað og náði góðum höggum á Sunnu sem átti á tímabili mjög í vök að verjast. Var hún kýld tvisvar í gólfið en gafst ekki upp. Hún náði að snúa bardaganum sér í hag, náði Curran í gólfið og lét höggin dynja í góðan tíma. Curran náði að losa sig og var hart barist allt til loka. Ekki mátti milli sjá hvor þeirra hefði staðið sig betur. Sunna virkaði bjartsýn á niðurstöðu dómara og voru vonbrigðin því mikil þegar í ljós kom að tveir dómarar dæmdu Curran í hag, 10-9, á meðan sá þriðji mat sem svo að Sunna hefði sigrað 10-9. Sunna er því úr leik en bardagakvöldið heldur áfram í beinni á Stöð 2 Sport.These one round fights are great! @KailinCurran drops her for the second time! #PhoenixRising pic.twitter.com/TxwuiO42QH— UFC FIGHT PASS (@UFCFightPass) May 4, 2019
Bandaríkin MMA Tengdar fréttir Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10 „Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00 Sunna lent í Kansas City Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu "Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu. 30. apríl 2019 12:00 Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30 Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00 Sunna: Ég er með þeim bestu í heiminum "Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik. 3. maí 2019 12:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sjá meira
Sunna flaug í gegnum vigtunina en tvær sterkar duttu út Tvær af sigurstranglegustu keppendunum á Phoenix Rising bardagakvöldinu, sem Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir keppir á um helgina, misstu af niðurskurðinum í dag og munu því ekki taka þátt. 2. maí 2019 20:10
„Sunna er með alvöru hjarta“ Bardagakonan Sunna Rannveig Davíðsdóttir stígur í búrið í Kansas City annað kvöld en hún hefur ekki barist í 20 mánuði. 2. maí 2019 23:00
Sunna lent í Kansas City Það eru aðeins þrír dagar í stærstu stund Sunnu "Tsunami“ Davíðsdóttur á ferlinum en hún berst þá um strávigtarmeistaratitilinn hjá Invicta-bardagasambandinu. 30. apríl 2019 12:00
Sjáðu Sunnu á vigtinni í Kansas Sunna Rannveig Davíðsdóttir náði vigt og berst fyrst í kvöld. 3. maí 2019 09:30
Invicta lofar háum peningaupphæðum til sigurvegarans Það er nú einn og hálfur dagur þar til bardagakvöldið stóra hjá Sunnu Tsunami hefst í Kansas City. Þar er mikið undir fyrir Sunnu og hinar bardagakempurnar. 2. maí 2019 12:00
Sunna: Ég er með þeim bestu í heiminum "Niðurskurðurinn gekk rosalega vel. Það er gott að mega borða vel í dag,“ segir Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir en hún var þá nýbúin að ná vigt fyrir bardagakvöld Invicta og var að fara að fá sér steik. 3. maí 2019 12:30