Lífið kynningar

Nýtt barnaland slær í gegn á Metro

Metro kynnir
Adolf Jóhannesson, eigandi Metro segir kjörið að halda barnaafmæli á Metro.
Adolf Jóhannesson, eigandi Metro segir kjörið að halda barnaafmæli á Metro. Vilhelm

Flestir landsmenn ættu að kannast við Metro. Þó staðurinn sé þekktastur fyrir hamborgarana leynist ýmislegt annað á matseðlinum sem hefur slegið í gegn hjá viðskiptavinum, svo sem kjúklingavængir, vefjur og naggar. Metro er á tveimur stöðum, Við Suðurlandsbraut í Skeifunni, þar sem opið er frá klukkan 11 til 23,  og á Smáratorgi, þar sem er opið frá klukkan 11 til 22. Nýverið var hulunni svipt af nýju barnalandi á báðum stöðum.

Barnalandið sem kætir alla

„Það er óhætt að segja að barnalöndin hafi slegið í gegn hjá yngri gestum staðarins enda er þar að finna rennibraut og boltaland ásamt vegasalti og veggleikföngum,“ segir Adolf Jóhannesson, eigandi Metro.  „Barnalöndin eru ætluð krökkum á aldrinum 3-9 ára, aldurshóp sem hefur gaman af því að leika sér og borða góðan mat. Það er alltaf líf og fjör enda skemmta krakkarnir sér konungalega á Metro,“ segir Adolf og bendir á að hægt sé að halda barnaafmæli Metro, áhugasamir geti haft samband við starfsfólk.

Bragðgóður og ódýr ís á staðnum eða beint í bílinn

Eftir að hafa borðað dýrindis máltíð er gott að fá sér eitthvað sætt. Á Metro er að finna fjölbreytt úrval af eftirréttum.

„Þar ber hæst að nefna ísinn góða sem heldur alltaf áfram að vaxa í vinsældum enda bragðgóður og með þeim ódýrari sem hægt er að fá á höfuðborgarsvæðinu. Ekki skemmir fyrir að það er hægt að fá hann beint í bílinn,“ segir Adolf. Flörrí ísinn tróni á toppi listans yfir vinsælustu eftirréttina á Metró.

„Flörrí ísinn er alltaf vinsælastur enda hægt að velja um fjölmargar tegundir af nammi sem hægt er að blanda með á Flörrí ísinn. Núna er til dæmis mikið úrval af amerísku nammi sem hægt er að blanda við ísinn. Svo eru margir sem kjósa frekar einfaldleikann og Metro er að sjálfsögðu með lausnina fyrir þá sem vilja klassískan ís í brauðformi, heiðarlegan sjeik eða ís í bikar með sósu.“

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Metro.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.