Innlent

Eldur í sumarhúsi í Grafningi

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Aðsend/Brunavarnir Árnessýslu

Brunavörnum Árnessýslu barst nú á fimmta tímanum tilkynning um eld í sumarhúsi við Tjarnarlaut í Grafningi. Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni eru á vettvangi. Auk þess er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á leið á vettvang til aðstoðar.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir engan sjáanlegan eld í húsinu. Eldur logi hins vegar á milli veggja og því bíði slökkviliðsmanna einhver vinna við að rífa veggi hússins til þess að komast að eldinum.

Pétur segir líklegast að eldurinn hafi átt upptök sín í einhvers konar arni eða kamínu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.