Innlent

Eldur í sumarhúsi í Grafningi

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Aðsend/Brunavarnir Árnessýslu
Brunavörnum Árnessýslu barst nú á fimmta tímanum tilkynning um eld í sumarhúsi við Tjarnarlaut í Grafningi. Slökkviliðsmenn frá Selfossi og Laugarvatni eru á vettvangi. Auk þess er slökkvilið höfuðborgarsvæðisins á leið á vettvang til aðstoðar.

Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Árnessýslu, segir engan sjáanlegan eld í húsinu. Eldur logi hins vegar á milli veggja og því bíði slökkviliðsmanna einhver vinna við að rífa veggi hússins til þess að komast að eldinum.

Pétur segir líklegast að eldurinn hafi átt upptök sín í einhvers konar arni eða kamínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×